Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1975, Page 27

Freyr - 01.08.1975, Page 27
slík friðlýsing þegar verið gerð á töluverðu landssvæði í neðanverðum Svarfaðardal, og stefnt er að friðlýsingu Vestmannsvatns o. fl. Ályktun um votlendisvernd. Á Náttúruverndarþingi, sem haldið var 26.—27. apríl í vor, var sam- þykkt ályktun um votlendisvernd, svohljóðandi: „Náttúruverndarþing lýsir ánægju sinni með þá votlendisskrá, sem samin hefur verið á vegum Náttúruverndarráðs og birt í Votlendisriti Landverndar. í framhaldi af því ályktar þingið eftirfarandi: 1. Að allt nýtanlegt mýrlendi í landinu skuli kannað og flokkað á næstu árum með sérstöku tilliti til nýtingar þess og verndunar. 2. Að vistfræðilegar og hagnýtar rannsóknir á mýrlendi verði auknar. 3. Að athugaðir verði möguleikar á fjölþættri nýtingu mýranna. 4. Að stefnt verði að því að gera framræsluáætlanir í hinum einstöku héruðum, svo tími gefist til athugana á mýrum og mats á þeim. 5. Að vötn og tjarnir, svo og fjallamýrar, sem eru ofan vissrar hæðar (mismunandi eftir landshlutum) og flæðimýrar, ættu undantekningar- lítið að vera friðlýst, að því er tekur til framræslu. 6. Að gert skuli hið fyrsta visst úrtak úr nýtanlegum láglendismýrum af ýmsum gerðum til að friðlýsa sem dæmi um viðkomandi lífvistir, til rannsókna og kennslu, svo og vegna vatnsmiðlunar." í ályktun þessari er í fyrsta skipti af opinberri hálfu vakin athygli á því, að þörf sé markvissra aðgerða til verndar íslensku mýrlendi. Að sjálfsögðu eiga aðgerðir þessar að byggjast á könnun mýranna og mati á þeim, auk beinna rannsókna. Geta má þess, að slík yfirlitskönnun á mýrlendi er þegar hafin í Eyjafirði og Austur-Skaftafellssýslu, og vinna náttúruverndarsamtök fjórðunganna og búnaðarsambönd sýslnanna að þeim í sameiningu. Er vonast til, að þannig fáist grundvöllur til að meta einstök mýrasvæði með tilliti til verndunar þeirra eða nýtingar. Jafn- framt er bent á það í ályktuninni, að æskilegt sé að athuga möguleika á fjölþættri nýtingu mýranna í stað þeirrar einhæfu nýtingar sem við- gengist hefur á síðari árum, þ. e. framræslu og túnæktar. í þessu sambandi er vert að geta þingsályktunartillögu Þórarins Sigur- jónssonar á síðasta Alþingi, þar sem lagt er til, að kannaðir verði möguleikar á nýtingu flæðiengjanna til heyskapar. Vatnsstöðu þeirra er yfirleitt þannig háttað, að erfitt eða ógerlegt er að ræsa þær fram, en hinn ríkulegi stargróður þeirra er háður vorflóðum í ám eða vötnum. Bent er á nauðsyn framræsluáætlana, sem reyndar hafa verið alllengi á döfinni en ekki komist til framkvæmda enn þá. Þá er því slegið föstu, að vissar gerðir mýra ættu að vera alveg undanþegnar framræslu, svo sem flæðimýrar og fjallamýrar. Hvað fjalla- F R E Y R 323

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.