Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Síða 8

Freyr - 01.07.1976, Síða 8
á túnið, þar sem taðið var þurrkað, en þar spratt yfirleitt vel. Með öðrum orðum má segja, að þessi áburður hafi nægt á tíunda hluta túnanna, svo sem dagsláttu á hverj- um bæ að jafnaði. Ég giska á, að þurrk- völlurinn hafi að vísu verið minni en dag- slátta að jafnaði en sprettan á honum meiri en annars staðar. Dæmið lítur þá svona út: Árlegt fóSur, hkg Hver Til áburðar- Búfé Tala skepna Alls framleiðslu Kýr 18.000 33.3 600.000 600.000 Geldneyti 7.000 21.4 150.000 150.000 Hross 45.000 3.33 150.000 150.000 Sauðfé 550.000 1.27 700.000 100.000 Alls 1600.000 1000.000 Þessum tölum mætti auðvitað velta á ýmsa aðra vegu, en ég hygg þó, að útkom- an geti ekki orðið mjög ólík þessu. Þess er skylt að geta, að við þessa áætlun var Guðmundur Jósafatsson mér mjög hjálp- legur. Þótt ónákvæmt sé, verður hér reiknað með, að hver skepna skili jafn verðmætum áburði fyrir hvert kílógramm af heyi, sem hún étur, og hvort sem það er taða eða úthey. Samkvæmt þessu hafa það verið 1000. 000 hestar af heyi, sem gáfu af sér árlegan áburð á túnin, áburð, sem svo spruttu upp af 550.000 hestar af töðu til jafnaðar. Þetta má túlka svo, að þegar áburður var allur notaður á túnin, hafi skepnurnar ræktað 55% af fóðri sínu. En heyið, sem í reyndinni gaf af sér þennan áburð, var öll taðan og til viðbótar um 43% af útheyinu, 450.000 hestar af 1.050.000 hestum. Þessa reglu um, að búfjáráburður sé hverju sinni myndaður af töðunni og 43% af útheyinu, tel ég nothæfa allt frá aldamót- um. Það gerðist nefnilega nokkuð samtímis, að taðbrennslan minnkaði og engjahey- skapur dróst saman, mest eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Páll Bergþórsson. Hér yrði of langt mál að bera þessa nið- urstöðu saman við álit ýmissa mætra manna, sem skrifuðu af miklu fjöri fyrir og eftir síðustu aldamót um það, hvort búféð ræktaði fóðrið sitt. Þeir voru meðal ann- arra, Torfi í Ólafsdal, Sæmundur Eyjólfs- son, Guðmundur Hannesson, Sigurður Sig- urðsson, Jónas lllugason og Vigfús Guð- mundsson. Tölur mínar virðast koma vel heim við skoðanir Torfa, Guðmundar og Vigfúsar, en Sæmundur og Jónas töldu jafnvel, að skepnurnar ræktuðu fóðrið sitt að fullu, ef áburðarhirðing væri í besta lagi. Þeir álitu þó, að mikið vantaði á góða hirð- ingu áburðar. Veigamestu rannsókn á þessu efni gerði Jakob H. Líndal eftir gögnum frá árinu 1912. Með aðstoð sýslubúfræðinga safnaði hann skýrslum um notkun áburðar og töðu- fall á meira en 600 norðlenskum búum og komst að því, að búféð ræktaði að jafnaði 57% af fóðri sínu. Þetta er í ákjósanlegu samræmi við niðurstöðu mína. Hér má þó skjóta því inn í, að það er mjög afstætt hugtak, að búféð rækti fóðrið sitt, og því marki er raunar lengst af hægt að ná með því að hafa túnin nógu stór en þá auðvitað í lélegri rækt. Lausn gömlu mannanna á þessu vandamáli var sú að bera ekki á nema hluta af slægjunum, það er túnin. Hinn hlutinn, engjarnar, fékk engan áburð. Þetta voru einfaldlega hagkvæmustu vinnu- 252 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.