Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Síða 10

Freyr - 01.07.1976, Síða 10
Hér táknar t töðufall í hkg/ha, S árshitann í Stykkishólmi, en N samanlagt köfnunar- efni í búfjáráburði og tilbúnum áburði í kg á ha. Til að setja saman þessa formúlu var unnið úr töflu I á tölfræðilegan hátt. Fyrri sviginn táknar eins konar hitavísi- tölu, sem verður eins og hér segir fyrir mismunandi árshita í Stykkishólmi: Samkvæmt þessu er sprettan í meðalári 18.2 hestar af hektara, ef ekkert er borið á ár eftir ár, eins og sums staðar tíðkast á valllendisengjum. 50 kg köfnunarefnis á hektara gefa 31 hestburð. En 170 kg köfn- unarefnis, sem sagt venjulegur búfjáráburð- ur að viðbættum venjulegum skammti af tilbúnum áburði, gefa 51.2 hesta, allt mið- Hiti Vísitala Hiti Vísitala Hiti Vísitala Hiti Vísitala Hiti Vísitala 1.0 0.430 2.0 0.651 3.0 0.833 4.0 0.974 5.0 1.076 1.1 0.454 2.1 0.671 3.1 0.849 4.1 0.986 5.1 1.084 1.2 0.477 2.2 0.691 3.2 0.864 4.2 0.998 5.2 1.091 1.3 0.501 2.3 0.710 3.3 0.879 4.3 1.009 5.3 1.099 1.4 0.523 2.4 0.729 3.4 0.894 4.4 1.020 5.4 1.105 1.5 0.546 2.5 0.747 3.5 0.909 4.5 1.030 5.5 1.112 1.6 0.568 2.6 0.765 3.6 0.922 4.6 1.040 5.6 1.118 1.7 0.589 2.7 0.783 3.7 0.936 4.7 1.049 5.7 1.123 1.8 0.610 2.8 0.800 3.8 0.949 4.8 1.059 5.8 1.128 1.9 0.631 2.9 0.816 3.9 0.962 4.9 1.067 5.9 1.133 Samkvæmt þessu er hitavísitalan = 1.00, þegar árshitinn í Stykkishólmi er eins og hann var 1931—1960, en hún kemst niður í 0.50, þegar árshitinn verður 1.3. Þá fæst ekki nema hálfur töðufengur, að öðru jöfnu. Hvert hitastig reynist þýðingarmeira í harð- indum en hlýju árferði. Síðari sviginn í formúlunni fer eftir á- burðinum, og segir til um hvert töðufallið er fyrir mismunandi áburð, að því tilskildu, að hitavísitalan sé 1.000: fnunarefni kg/ha TaSa hkg/ha Köfnunarefni kg/ha TaSa hkg/ha 0 18.2 100 41.2 10 21.0 110 42.9 20 23.6 120 44.5 30 26.2 130 46.1 40 28.6 140 47.5 50 31.0 150 48.8 60 33.2 160 50.0 70 35.3 170 51.2 80 37.4 180 52.2 90 39.3 190 53.1 að við að hitavísitala sé 1.0 eins og 1931 — 1960. Menn taki eftir því, að hver viðbótar- skammtur af áburði gefur því minni vaxtar- auka sem áburðurinn er orðinn meiri, sam- kvæmt gamalkunnu áburðarlögmáli. Til samanburðar við þessa niðurstöðu er helst að taka tilraunir á tilraunastöðvum landbúnaðarins með vaxandi skammta af köfnunarefni, fosfór og kalí. Einkum eru sambærilegar tvær slíkar tilraunir, hvor gerð á fjórum stöðum. Þær stóðu 7—12 ár á hverjum stað. Úr hvorri um sig er hér sýnd meðaluppskera allra stöðva fyrir mis- munandi magn köfnunarefnis. Til saman- burðar eru tölur samkvæmt formúlunni hér Tilraun með N = 0—180 kg/ha. N, kg/ha 0 45 90 135 180 Hey, hkg/ha 27.9 48.4 66.0 77.5 86.6 Formúla, hkg/ha 18.2 29.8 39.3 46.8 52.2 Formúla, % af tilr. 65.2 61.6 59.5 60.4 60.3 Tilraun með N = 0—300 kg/ha. N, kg/ha 0 75 150 225 300 Hey, hkg/ha 34.9 61.4 80.9 92.8 100.8 Formúla, hkg/ha 18.2 36.4 48.8 55.5 56.6 Formúla, % af tilr. 52.1 59.3 60.3 59.8 56.2 F R E : Y R 254

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.