Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Síða 24

Freyr - 01.07.1976, Síða 24
Það þarf svo sannarlega með öllum til- tækum ráðum að vanda betur til hirðingar og meðferðar á ullinni. Það hefur valdið okkur áhyggjum, hvað ráðunautar, a.m.k. sumir, hafa verið algerlega áhugalausir um það að rækta fé með tilliti til ullar. Bæði með tilliti til magns og gæða. — Hverjir eru mestu eðlisgallar ullar- innar? — Það eru illhærurnar, tvímælalaust. En meðferðar- eða hirðingargallar eru flókarn- ir og svo svört hár, sem koma í meðförum inn í hvítu ullina. Vetrarrúna ullin er örugglega langbest, síðan sumarrúna ullin og haustullin lang- verst, þar eru flókarnir til stór vandræða. — Er Bandaríkjamarkaðurinn betri en sá rússneski? — Hann er fyrst og fremst annars eðlis. Þó að verðið sé lægra á því, sem Rússar kaupa, þá er magnið mikið og einfalt í framleiðslu, mikið af því sama. En það skapar tvímælalaust betri aðstöðu að hafa báða þessa markaði. — Er þá ekki óhætt jyrir hændur að herða sig við ullarframleiðsluna? Þú ert ekki hræddur um, að þetta sé stundarfyrir- brigði? — Jú, þeim er óhætt að keppast við það og ég tel enga minnstu hættu á því, að það verði ekki alltaf þörf fyrir ullarvörurnar. Ég tel, að við eigum mjög mikla möguleika í ullariðnaðinum. Framtíðin er að mínum dómi björt, þó að við ýmsa erfiðleika sé auðvitað að etja. Við teljum, að ýmsa agnúa þurfi að sverfa af. Það er á valdi þess opinbera. Því er t.d. ekki að neita, að það opinbera veitir keppi- nautum okkar erlendis alveg geysilega mikinn stuðning. Ég var t.d. að fá hérna blað frá Svíþjóð, þar sem það kemur fram, að sænska ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að hækka styrk, sem hún veitir sænskum ullarverksmiðjum, úr 44 milljónum s. kr. í 111 milljónir s. kr. og þeir ætla t.d. að borga allt að helmingi af stofnkostnaði sænskra ullarverksmiðja. Við þurfum hins vegar að borga ríki og bæ um það bil 30% af okkar stofnkostnaði í skatta og leyfisgjöld o.s.frv. Frá Gefjunni á Akureyri. Kembing uliarinnar. 268 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.