Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Síða 25

Freyr - 01.07.1976, Síða 25
Hjörtur viö eina af tóvinnuvélum Gefjunnar. — Það tíðkast þá víðar styrkir og niður- greiðslur en á íslandi og einnig til annarra atvinnuvega en landbúnaðar? — Já, það má ábyggilega bóka það. Mér sýnist, að þetta sé einmitt reglan. Við vit- um, hvernig þetta er í Skandinavíu, og mér er líka kunnugt um, að svona er þetta í Bretlandi og írlandi og svo bæði í Hollandi og Belgíu og sjálfsagt víðar. — Mundi ykkur, sem eruð við iðnaðinn, líka það verr, ef talað vœri um styrki til iðnaðar í staðinn fyrir til landbúnaðar? Ef ullin er greidd niður, er það matsatriði, hvern er verið að styrkja? — Persónulega væri ég alveg ósár fyrir því, þó að uppbót á ullarverð væri talin styrkur til iðnaðar. Því að sannleikurinn er sá, að iðnaðurinn greiðir það mikið til ríkisins, að þetta væri aðeins lækkun á því. Svo er hér verðmætasköpun og gjaldeyris- öflun að ræða, sem við getum varla án verið. — Hvernig vœri Akureyri stödd án þessa iðnaðar, sem við rœðum um? — Ég held, að hún væri ekki vel á vegi stödd. Það er ekki bara um þessa 700 starfs- menn að ræða og þeirra fjölskyldur heldur eru það fjölmargir aðrir, sem hafa sitt framfæri af þjónustu við verksmiðjurnar. Allir handiðnaðarmennirnir t.d. og fjol- margir aðrir. — Nú er þetta orðið langt viðtal en viltu að lokum aðeins minnast á gæruiðnaðinn? — Sútunarverksmiðjan Iðunn var byggð upp eftir brunann, sem varð í janúar 1969. Það gekk vel og einu ári seinna var verk- smiðjan tekin til starfa. Nú, ætlunin er að kaupa um 450 þúsund gærur á næsta hausti eða um helminginn af þeim gærum, sem til falla. Þarna verður geysileg verðmætaaukning. Og síðan er ætlunin að stórauka saumaskap úr mokka- skinnunum. Við ætlum okkur að framleiða 7—8000 mokkakápur á þessu ári og þetta er mikill vinnugjafi og verðmætaaukning. En auk þess sem við höfum þegar rætt um, þá höfum við samvinnu við 14 prjóna- og saumastofur víðs vegar um landið, við útvegum þeim hráefnið og önnumst sölu á framleiðslu þeirra. Við seldum t.d. fyrir um 240 milljónir frá þessum stofum. Það gætu unnið á þeim allt upp undir 300 manns. Nú, það er mikið sótt um það til iðnaðardeildar að fá aðstoð við að koma upp slíkum stof- um og ég held, að nú séu hér 11 slíkar umsóknir. Þetta þarf auðvitað töluverðs undirbúnings við, og verður margt að at- huga, áður en hægt er að fara af stað. En þessi samvinna hefur verið farsæl, og ég tel, að hún eigi eftir að aukast. Lopinn kominn á kefli. FREYR 269

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.