Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1976, Síða 26

Freyr - 01.07.1976, Síða 26
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Ofurlítið um vírussjúkdóma í gróðri Margar tegundir vírusa (veira eða huldu- sýkla) geta valdið smitandi sjúkdómum, bæði í jurtum og dýrum. Smitefnið er eins konar eggjahvítukristallar, svo örlitlir, að þeir verða aðeins greindir í rafsjá, er stækkar 20.000 sinnum eða meir. Vírusar virðast ekki lifandi á sama hátt og t.d. gerlar og sveppir en virðast eins konar efnasambönd kjarnsýru og eggjahvítuefna og finnast í safa jurtanna. Þar getur þeim fjölgað og verður öll jurtin venjulega smit- uð, misfljótt þó. Safi með vírus þolir oft mikla þynningu án þess að missa smitun- arkraftinn. Vírusagnirnar eru breytilegar bæði að stærð og lögun. Sumar geta lifað lengi í jarðvegi og einnig í þurrum jurta- hlutum, t.d. í tóbaki, og valdið smitun. En þeim fjölgar aðeins í lifandi vefjum. Sjúk- dómseinkenni af völdum vírusa eru mjög fjölbreytileg. Fer það bæði eftir tegundum plantnanna og jafnvel stofnanna eða af- brigðum tegunda. Ennfremur lífsskilyrð- um, t.d. birtu, hita og frjósemi jarðvegsins líka. Mikill köfnunarefnisáburður getur gert sum sjúkdómseinkenni óljós. Hér á landi hafa margir séð hin breyti- legustu einkenni vírussjúkdóma í kartöflu- grösum og blöðum tómatjurta o.fl. tegunda. Er þá líka oft um fleiri en einn stofn vírusa að ræða. Sumar tegundir vírusa sýkja að- eins eina plöntutegund, en aðrir vírusar geta sýkt tvær eða jafnvel margar tegundir. Reynt er að skipta sjúkdómseinkennum í flokka, svo sem tíglaveiki (mosaik), krukkuveiki, rákaveiki, blaðvefjuveiki, gul- veiki, vefdauða, dvergsýki, aflögun o.s.frv. Er þá farið eftir ytri einkennum, aðallega á blöðum plantnanna. Stundum geta plöntur verið með smit- efni í safa sínum, þó engin ytri einkenni komi í ljós. Þær ganga þá með sjúkdóminn dulinn en geta engu að síður valdið smitun. Vírussjúkdómar draga úr vexti og grósku plantna. Geta og stundum leitttilófrjósemi, t.d. í ribsi og sólberjum. Vírus getur dreifst og smitað á margan hátt, t.d. við kynlausa æxlun (kartöflur, laukar, græðlingar), en fremur sjaldan berast þeir með fræi. Safa- smitun er algeng og þarf stundum ekki annað en snertingu til, svo sem þegar jurtir slást og nuggast saman í stormi. Ennfremur þegar unnið er með verkfærum, hreinsað til í garði eða jurtir lagaðar til með klipp- um. Kemst þá safi úr einni jurt í aðra í gegnum sár. Ýmis skordýr (blaðlús, kög- urvængjur, maurar) bera vírus milli jurta, sjúga safa úr einni og síðan annarri og bera með sér smitefnið. Sérhver fruma í jurt getur verið smituð, svo úðun með lyfjum og þess konar varn- araðgerðir duga ekki. Tekist hefur í vissum tilvikum að drepa smitefnið (án þess að 270 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.