Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 5

Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ nr. 19, okt. 1978 74. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNASJÓNSSON AðstoSarritstjóri: JÚLÍUS J. DANÍELSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK ÁskriftarverS kr. 3000 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavik, simi 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavik — Sími 84522 EFNI: Betur má — Könnun á skiptingu sauðfjár Framkvæmdir bænda 1977 Sóttvarnarstöðin í Hrísey Könnun á eiginleikum jarðvegs Um mikilvægi búfjáráburða í jarSrækt Fjölrit bændaskólans á Hvanneyri Bændunum fækkar og ræktarland minnkar I Belgíu Portúgal er eitt af fátækustu löndum Evrópu Erlendir þættir Bréf frá bændum Molar Betur má - Erfiðleikar íslensks landbúnaðar stafa fyrst og fremst af því að erfitt er að selja framleiðsluna við því verði, sem það kostar að framleiða hana og koma henni á markað. Þetta stafar þó ekki af því, að markaðir séu ekki fyrir hendi og heldur ekki af því að þændur hér þurfi hærra verð fyrir framleiðslu sína en bændur í ýmsum nágranna- löndum okkar fá fyrir hliðstæðar vörur. Ástæðan fyrir því að við fáum ekki viðunandi verð fyrir vörurnar eru fyrst og fremst innfluíningstollar, niðurgreiðslur á vöru- verði til neytenda í viðkomandi löndum og svo það, að vörur eru seldar á milli landa á undirverði, miðað við verð í framleiðslulandinu. Að vísu skekkir óðaverðþólgan hér stöðugt öll verðhlutföll og eykur allan tilkostnað. Þetta er svo reynt að leiðrétta með gengisfellingum, sem taldar eru nægja fyrir sjávarútveginn til að halda honum gangandi, en reynist jafnan heldur skammgóður vermir. ☆ Nú er svo komið eftir nokkuð jafna framleiðsluaukningu undanfarandi ára og samdrátt í sölu varanna innanlands, að verulegir erfiðleikar eru á því að fá endana til að ná saman þannig, að þændur geti fengið það verð fyrir alla framleiðslu sýna, sem þeir þurfa og þeim þer. Flestum þykir því auðsætt, að nokkuð verði að draga úr framleiðslunni og koma verði í veg fyrir framleiðslu- auka í hefðbundnum búgreinum um nokkurt árabil. ☆ Þó að það kunni að vera fullkomlega réttlætanlegt að grípa til þessa og það kunni að vera þændastéttinni skaðlaust að draga úr bústækkunarkapphlaupinu eins og það er oft kallað, verður að hafa það fast í huga, að mikils er um vert að samdrátturinn verði ekki til þess að þyggðir, sem standa höllum fæti verði fyrir áföllum, sem leitt gætu til grisjunar og eyðingar. Það verður því að reyna að sjá til þess að samdráttartímaþilið verði fyrst og fremst tímaþil jöfnunar í þústærð og aðstöðu þænda. Þeir þændur, sem þegar eru komnir með stór bú og F R E Y R 689

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.