Freyr - 01.10.1978, Qupperneq 14
Hér fer á eftir stutt frásögn af stofnun stöðv-
arinnar með nokkrum myndum af þeim grip-
um, sem þar eru nú.
☆
Ársgömul kvíga.
Eftir að lög um innflutning búfjár hafði verið
breytt árið 1972 var hafist handa um undir-
búning að stofnun sóttvarnarstöðvar og
innflutning á djúpfrystu sæði úr Galloway-
nautum frá Skotlandi.
Rétt er að taka fram að lögin heimila
eingöngu innflutning á djúpfrystu sæði úr
nautum af þessu eina kyni — og eingöngu
til notkunar í sóttvarnarstöð, þar sem góð
skilyrði eru til einangrunar og önnur að-
staða ákjósanleg að dómi yfirdýralæknis
og stjórnar Búnaðarfélags íslands.
☆
Sóttvarnarstöðinni var valinn staður í Hrís-
ey og undirbúningur að byggingum hófst
árið 1973. Árið 1974 var hafist handa við
að byggja sóttvarnarstöðina og var því verki
ekki að fullu lokið fyrr en á árinu 1977, þó
að gripir hefðu verið teknir í stöðina sum-
arið 1975.
Hús stöðvarinnar eru fjós með 22 básum
fyrir kýr, fjórum básum fyrir naut og plássi
fyrir kálfa og ungviði. Hlaða með rými fyrir
um 1000 hesta og í enda þeirrar byggingar
er lítið sláturhús. Þá er aðstaða til sæðis-
töku í sérstökum klefa í enda fjóssins og í
sérstakri viðbyggingu er önnur nauðsynleg
aðstaða til rannsókna á sæði, frágangs á
því og geymslu, auk lítillar skrifstofu og
nauðsynlegrar hreinlætis- og sóttvarnarað-
stöðu þegar komið er inn í stöðina.
Öll verður stöðin að vera sjálfri sér nóg
um búskaparaðstöðu og tæki, og er hún nú
að verða all vel búin að tækjum.
Jörundur — elstur skota í Hrísey, um þaS bil árs-
gamall.
Sumarið 1975 voru keyptar 20 kvígur í
Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Helmingur
þeirra var af hreinu íslensku kyni, en helm-
ingur blendingar undan íslenskum kúm og
nautum af gamla Gallowaystofninum frá
Gunnarsholti.
Ástæðan fyrir því, að kvígurnar voru sótt-
ar í Mýrdalinn, var sú, að þar þótti mest
öryggi fyrir því, að fengist stofn, sem ekki
fylgdi garnaveiki eða aðrir sjúkdómar.
☆
698
F R E Y R