Freyr - 01.10.1978, Síða 15
Haustið 1976 hófust sæðingar á þessum 20
kvígum. Misjafnlega gekk að fá kvígurnar
til að halda, og festu fjórar þær íslensku
ekki fang, og var þeim lógað á sl. vetri.
Þá urðu þau vanhöld til viðbótar, að
fjórir kálfar ýmist fæddust dauðir eða dóu
rétt eftir fæðingu, þannig að aðeins fengust
12 kálfar fyrsta árið, sjö naut og fimm kvíg-
ur. Nú eru aftur fæddir þrír kálfar, tvær
kvígur og naut, sem eru undan íslensku
mæðrunum, von er á fleirum næstu vikur.
í sl. mánuði var byrjað að sæða fyrstu
kvígurnar, sem eru hálfblóðs
og er því von á fyrstu kálfun-
um, sem verða að þrem fjórðu
skoskir, fyrri hluta næsta sum-
ars.
Síðan verður haldið áfram
koll af kolli að sæða blending-
ana með innfluttu sæði, þar
til stofninn verður að kalla
hrein-skoskur eftir 4—5 ætt-
liði.
gerðar um að þau naut, sem
sæði er tekið úr, hafi verið nægi-
lega lengi á sæðingarstöð til að
gangast undir öll heilbrigðispróf
og að þau hafi sýnt sig að vera
heilbrigð og gallalaus.
Kálfunum fer mjög vel fram í
Hrísey, enda ganga þeir undir
eða er hleypt til mæðranna til að
sjúga svo lengi sem þær mjólka.
Þyngdaraukning þeirra fyrstu
mánuðina var til jafnaðar um 900
g á dag, sem er mjög gott. Kálf-
arnir undan blendingskúnum
þyngdust örar en þeir, sem eiga
alíslenskar mæður.
Nú er verið að undirbúa sæðistöku úr
hálfblendingunum, sem fæddust í fyrra, en
ákvæði eru um það í lögunum, að það megi
fyrst flytja í land þremur árum eftir að sæð-
ingar í stöðinni hófust, enda hafi ekki neinir
hættulegir sjúkdómar komið fram í stöð-
inni.
Vonir standa því til að á næsta hausti
verði hægt að flytja sæði úr Hrísey til notk-
unar í landi.
Nokkrir vetrungar og nýborinn kálfur.
Enn sem komið er hefur að-
eins verið flutt inn sæði úr
þremur völdum Gallowaynaut-
um, en strangar kröfur eru
F R E Y R
699