Freyr - 01.10.1978, Side 18
Jarðrækt
SIGFÚS ÓLAFSSON:
Mikilvægi búfjáráburðar í jarðrækt
Efnamagn í búfjáráburði.
Magn einstakra efna í búfjáráburði er háð
tegund búfjár og framleiðslu (kjöt, mjólk),
ásamt fóðrinu, sem búfénu er gefið. Hér er
því reynt að meta búfjáráburðinn út frá
efnagreiningum á töðu, en samkvæmt þeim
var meðaltaða 1968—1971 með eftirfarandi
efnainnihaldi (hundraðshlutar miðaðir við
85% þurrefni):
Hráprótein N P Ca Mg K S
12,5 2 0,31 0,37 0,21 1,70 0,12
Efnagreiningar fyrir brennistein eru fáar og
sú tala að nokkru áætluð.
Gert er ráð fyrir, að dagleg neysla naut-
gripa sé 12 kg heys. Við ásetning eru kúnni
ætlaðir 34 hestburðir af heyi, sem þá svara
til 280 daga innistöðu. Ársframleiðsla eftir
grip er áætluð 10 tonn og efni í mykjunni
reiknuð út frá 3400 kg af meðaltöðu.
1. tafla. Hfni í mykju.
Eftir grip á ári N P Ca Mg K S
Kg alls í heyi .... 68 10,5 12,6 7,1 57,8 4,1
Sem úrgangsefni, % 75 75 75 80 90 80
Efni í mykju, kg .. 51 7,9 9,5 5,6 52 3,2
Efni í mykju, % .. 0,5 0,08 0,1 0,06 0,5 0,03
Hér er sleppt úr efnum úr kjarnfóðri,
þannig að telja má efnamagnið frekar van-
talið. Sé hins vegar gert ráð fyrir, að kjarn-
fóður sé mest notað, þegar taðan er undir
meðallagi að gæðum, og dagleg neysla á
heyi minnki jafnhliða aukinni kjarnfóður-
gjöf, má gera ráð fyrir, að efnamagnið sé
nokkuð nærri lagi. Séu tölur þessar bornar
saman við meðaltalstölur efnagreininga á
íslenskri mykju, virðist samræmi gott. Kalí
er þó lítið eitt hærra, sem kannski er eðli-
legt vegna aukinnar kalínotkunar frá því um
1960 og fyrr. Kalsíumtalan er mun lægri en
sést hefur í handbókum (t.d. Handbók
bænda 1975), þar hefur að líkindum verið
stuðst við erlendar efnagreiningar. Hið
sama gildir raunar um efnin magníum og
brennistein, sem virðast þar áætluð of hátt.
Við mat á áburði eftir sauðfé má áætla
daglega neyslu um 1 kg heys á dag. Hér
verður ekki miðað við ásetning, heldur gert
ráð fyrir, að innistaða sé að meðaltali 150
dagar. Ársframleiðsla er síðan fundin með
því að margfalda þurrefnismagnið með
stuðlinum 2.0, og er hún samkvæmt því
(0.9 x 2.0 x 150) = 270 kg eftir ána.
2. tafla. Efni í sauðatað'i.
Eftir grip á ári N P Ca Mg K S
Kg alls í heyi .... 3,0 0,47 0,56 0,32 2,6 0,18
Semúrgangsefni, % 90 90 90 90 90 90
Efni í sauðataði, kg 2,7 0,42 0,5 0,29 2,3 0,16
Efni í sauðataði, % 1,0 0,16 0,19 0,11 0,87 0,06
Tölur fyrir köfnunarefni og kalíum eru
lítið eitt hærri en meðalgildi efnagreininga.
Meðan ekki liggja fyrir nýrri niðurstöður um
efnamagn, er tæpast ástæða til að hafna
þessum tölum, þar sem bætt fóðrun hin
síðari ár ætti að auka efnainnihald taðsins.
Fosfórinn er lægri samkvæmt þessum út-
702
F R E Y R