Freyr - 01.10.1978, Síða 19
reikningum (0.2% í Handbók bænda), en
slíkt gæti stafað af minni fosfór í töðu af
nýræktartúnum.
Áburöarefni úr tilbúnum áburSi
og búfjáráburði.
a) Við túnrækt á búreikningabúum 1976.
Reiknað verður með meðaltali af öllum bú-
um, sem annars eru flokkuð sem sauðfjár-
bú, kúabú og blönduð bú. Á meðalbúinu
var áhöfnin 17.05 árskýr og 219 sauðfjár,
en túnstærðin 32.2 ha. í 3. töflu er sýnt,
hve miklu af aðalnæringarefnunum búfjár-
áburður getur skilað til túnræktar á bú-
reikningabúum.
3. tafla. Köfnunarefni, fosfór og kalí úr búfjáráburði
og nýtanlegt efni á hektara í túni, mælt í
kílógrömmum. Meðaltal búreikningabúa 1976.
Tonn N p K
Mykja 170 867 134 884
Sauðatað .... 60 591 92 504
Alls kg 1 458 226 1 388
Nýtanleg efni, kg/ha túns
Nýting JN p K N P K
Léleg 40 90 60 18 6,3 26
Góð 80 100 90 36 7,0 39
Nýting, sem hér er nefnd léleg, er að
líkindum nær því sem yfirleitt gerist hjá
bændum við dreifingu mykju. ,,Góð“ nýting
er sennilegt hámark fyrir köfnunarefni.
Samkvæmt upplýsingum búreikninga um
notkun tilbúins áburðar á tún fæst eftirfar-
andi heildarnotkun næringarefna á hektara.
4. tafla. Áborin næringarefni á tún á
búreikningabúum 1976.
Tegund áburðar N Kg/ha P K Ca S
Tilbúinn áburður 110 24 36 4 1
Búfjáráburður 18 6 26 8 3
Samtals 128 30 62 12 4
Miðað við lélega nýtingu búfjáráburðar
koma aðeins 14% af notuðu köfnunarefni
og 20% fosfórsins úr búfjáráburði en mun
stærri hluti kalísins eða 42%. Af kalsíum og
brennisteini er mjög lítið í tilbúna áburðin-
um og hefur minnkað mikið, síðan farið var
að nota blandaðan áburð í stað eingildra
tegunda. í búfjáráburðinum er 2—3 sinnum
meira af þessum efnum en í tilbúna áburð-
inum.
Uppskera af hverjum hektara var árið
1976 talin 1948 FE eða um 40 hestb. Meðal-
tal áranna 1971—1976 er 1920 FE á þessum
búum, svo að 1976 virðist nálægt meðaltali.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um, hve mikið
af túnum á búreikningabúum er notað til
beitar. Lítil uppskera miðuð við áburðar-
notkun orsakast vafalaust að einhverju leyti
af beit búfjár, einkum að vori, einnig hefur
beit kúa á ræktað land, t.d. á há, farið
vaxandi.
b) Samkvæmt heildarnotkun bænda á tilbúnum
áburði og búfjáreign.
Þegar reiknað er heildarmagn tilbúins á-
burðar á tún, er dreginn frá heildarsölunni
áburður, sem dreift er af Landgræðslu rík-
isins, og áburður ætlaður í grænfóðurakra.
í árslok 1976 er búfjáreign landsmanna
talin eftirfarandi: Nautgripir: 36514 mjólkur-
kýr, 5600 kvígur, 10543 geldneyti og 9530
kálfar. Sauðfé var samtals 870.848.
Samkvæmt þessum búfjárfjölda er heild-
armagn mykju áætlað 480.000 tonn, en
sauðataðs 235.000 tonn, og áburðarefni
síðan reiknuð samkvæmt 1. og 2. töflu.
Notkun áburðarefna við túnrækt verður
þá eftirfarandi, en heildarstærð túna er
talin 127.000 ha í árslok 1976.
5. tafla. Meðaláburðarnotkun á tún árið 1976.
Tegund áburðar N Kg/ha P K Ca S
Tilbúinn áburður 104 23 32 3 0,5
Búfjáráburður 15 5 21 6 2
119 28 53 9 2,5
Eins og áður er reiknað með lélegri nýt-
ingu búfjáráburðar. Meðaláburðarnotkunin
er heldur minni en á búreikningabúum. Hér
sést einnig Ijóslega, hve lítið berst í jarð-
veginn af brennisteini og kalsíum með til-
búna áburðinum.
FREYR
703