Freyr - 01.10.1978, Side 26
Eins og áður var getið eru lífskjör fjarska
léleg í Portúgal, og sést það glöggt af eftir-
farandi skrá um fjölda nokkurra nytjahluta
á hverja 1000 íbúa árið 1975.
Portúgal ísland
Fólksbílar 90 300
Sjónvörp 66 282
Símtól 109 400
Læknar 1.0 2.0
Maturinn í Portúgal er svipaður og í
Grikklandi og Spáni, miklu meira brauð og
grænmeti en á Norðurlöndum, en því minna
af kjöti, mjólkurvörum og sykri.
Vínuppskera i Portúgai.
Efnahagsvandi.
Fram til 1974 vógu tekjur af ferðamönnum
og yfirfærslur frá erlendum fyrirtækjum
Portúgala meira en á móti óhagstæðum
verslunarjöfnuði. En efnahagskreppan,
pólitísk upplausn eftir þyltinguna 1974 og
missir nýlendnanna gjörbreytti því. Portú-
gala hefur nú rekið upp á sker efnahags-
lega, því greiðsluhalli er mikill, atvinnuleysi
og vaxandi verðbólga. Hún er jafnvel meiri
en hér á íslandi.
Vinnufært fólk er 3.3 milljónir, af þeim er
þriðjungur í iðnaði. Veigamestu iðngrein-
arnar eru frumvinnslu- og byggingariðnað-
ur. í þeim eru 73% og 25% af iðnverkafólki.
Samsvarandi tölur í E.B.E. löndum eru 75%
og 20%.
Ríkisrekin iðnfyrirtæki eru mörg í Portú-
gal. Hjá þeim vinna 13% vinnandi fólks,
20% af framleiðslunni koma þaðan og þar
er meira en helmingur af iðnaðarfjárfest-
ingu. Sú er ástæðan fyrir þessu, að mörg
nýtísku fyrirtæki á sviði sements-, járn-,
stál-, olíuhreinsunar-, olíuefna- og áburðar-
iðnaðar voru þjóðnýtt eftir byltinguna 1974.
Ræður ríkið þannig meðalstórum og stórum
fyrirtækjum, en í öðrum iðnaðargreinum eru
algengust lítil matvæla- og vefnaðarfyrir-
tæki og skóverksmiðjur.
Af málmum eiga Portúgalar járn og
brennistein og þeir flytja þjóða mest út af
wolfram. Enn hafa þeir ekki fundið olíu hjá
sér, svo að 80% af orkuþörfinni er fullnægt
með innfluttri olíu, en þeir eiga vatnsorku,
kol og úran.
Árið 1975 nam iðnvarningur 73% af út-
flutningnum, en 63% tíu árum áður. Aðal-
lega eru fluttar út vörur úr málmi, pappírs-
vörur og viðar- og korkvarningur. E.B.E.-
iöndin kaupa helminginn af útfluttum iðn-
varningi Portúgala.
4—5 milljónir ha landbúnaðarlands.
Um helmingur alls landsins, eða 4—5 millj-
ónir hektara, er nýttur til búskapar. Af því
má vökva 15% með vatnsveitingum. Er slíkt
mikilvægt, því þurrkar eru miklir á gróðrar-
tímanum.
28% af vinnufærum mönnum, þ.e. rúm
900.000 manns, vinna að landbúnaði. At-
hugun 1968 sýndi, að jarðir, stærri en 1 ha,
voru 500.000. Að auki voru yfir 300.000
kotbýli, minni en 1 ha. Meðalstærð eigin-
legra jarða er minni en 10 ha, en jarðnæði
er afar misskipt, því stærri jarðir en 100 ha
eru aðeins 0,9% af jarðafjölda, en 46% af
flatarmáli. Hins vegar eru jarðir frá 1—5 ha
710
F R E Y R