Freyr - 01.10.1978, Page 28
Baráttan við hungrið í heiminum.
Þar dregur enn sundur
en ekki saman.
í baráttunni við hungur og vannæringu í
heiminum dregur enn sundur en ekki sam-
an og takmarkið að allir jarðarbúar hafi
nægan mat er jafnfjarlægt nú eins og það
hefur alltaf verið.
Aukning matvælaframleiðslunnar í þróun-
arlöndunum er allt of lítil, sérstaklega í
Afríku og þeim Austurlöndum, sem verst
eru sett. Þetta kom íram á blaðamanna-
fundi, sem framkvæmdastjóri FA (Matvæla-
fundi, sem framkvæmdastjóri FAO (Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna) hélt nýlega. Framkvæmdastjór-
inn, Edouard Saouma, lýsti þar ástandinu
og kvað allt annað en bjart fram undan í
þessum efnum. Hann benti sérstaklega á að
fátækustu löndin, þar sem mest væri þörfin
fyrir skjóta aukningu matvælaframleiðslu,
væru verst sett. í þessum löndum hefur
framleiðslan að meðaltali aukist um 2% á
ári, en það er verulega minna en sem svarar
fólksfjölgun í þessum löndum.
Nú má benda á að minnsta kosti 62 þró-
unarlönd, þar sem matvælaframleiðslan á
hvern íbúa er minni nú en hún var fyrir tíu
árum .
Framkvæmdastjórinn benti á þá hryggi-
legu staðreynd, að ekki hefur tekist að
koma upp sameiginlegu kerfi fyrir matvæia-
birgðir í heiminum, eins og stefnt hefur
verið að, en hugmyndir manna hafa verið
að byggja slíka birgðasöfnun á því að
skipuleggja alþjóðlegt kornbirgðahald. Þá
benti hann einnig á, að verulega hefur
dregið úr aðstoð við þróunarlöndin á sviði
landbúnaðar.
Eðlilegt hefði verið að a.m.k. þriðjungur
allrar svonefndar þróunarhjálpar færi til að
efla landbúnað, en ekki aðeins 10—15%
hennar eins og reyndin er. Þessu þarf að
breyta jafnframt því, sem þessi aðstoð ríku
landanna við þau vanþróuðu þarf að aukast.
Það takmark, sem sett hefur verið, að ríku
löndin verji sem svarar 0.7% af heildar-
þjóðarframleiðslu sinni til þróunarhjálpar,
er enn þá fjarlægt og þar hefur heldur
ekkert miðað. Reiknað hefur verið út, að
árið 1977 hafi þetta numið 0.31%, og hefur
sú tala ekki nema einu sinni verið lægri
síðan 1950. Frá þessu finnast þó heiðarleg-
ar undantekningar, sagði Saouma, fram-
kvæmdastjóri og nefndi sem dæmi að
Noregur hefði á þessu ári veitt sem svaraði
0.82% af sinni þjóðarframleiðslu til hjálpar
fátækum þjóðum en það kvað hann líka
vera einstætt.
Hann greindi frá því að FAO væri jafnan
reiðubúin að hjálpa í einstökum neyðartil-
fellum, starfsemi hennar væri ekki eingöngu
bundin við að finna framtíðarlausnir. Sem
dæmi um þetta má nefna hjálp, sem FAO
veitti vegna engisprettuplágunnar í Eþíopíu
og Somalilandi og vandræða vegna afrík-
anskar svínapestar, sem barst til Suður-
Ameríku.
Nú er varið árið um kring sem svarar
meira en einum milljarði dollara á hverjum
degi til vígbúnaðar hér á jörð — það er
sorglega há tala. Getum við vænst þess,
að þjóðir heimsins sjái að sér og beini
þessu fjármagni til annarra hluta, frá því að
framleiða eyðingartæki til þess að rækta
meira, stuðla að aukinni matvælafram-
leiðslu og hjálpa þeim, sem þurfandi eru?
spurði Edouard Saouma að lokum.
•
Sníklar í foraráburði spilla högum.
Það er talið, að foraráburður á bithaga spilli
þeim með ormasýkingu, eftir því sem at-
huganir í írlandi sýna. Töðuvelli einum var
skipt í tvennt. Á annan teiginn (A) var borin
for, en á hinn (B) köfnunarefnisáburður,
sem svara mundi því N-magni, sem var í
forinni. Forin var undan vetrungum og á
teigana var frá 26. maí til 28. október 1976
beitt kálfum, sem voru að meðaltali 54
kíló í byrjun tilraunar. Lirfur á gróðri
712
F R E Y R