Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1979, Síða 6

Freyr - 01.08.1979, Síða 6
Samanburður á verði landbúnaðarvara á heimsmarkaði og á heimamarkaði í hverju landi leiðirofttil mikillaumræðnaog ádeilna á landbúnaðarstefnuna og hefur þessi sam- anburður oft leitt til þess að gerðar eru há- værar kröfur um breytta landbúnaðarstefnu. Það erstaðreynd, að öll Norðurlöndin eiga við að stríða vandamál vegna „offram- leiðslu" og sölutregðu á landbúnaðarvörum. Þau þurfa því öll að fást við stjórn á fram- leiðslunni og að aðlaga hana markaðsað- stæðum. í Finnlandi er offramleiðsla á mjólk og öðrum búfjárafurðum. Á íslandi er það einkum offramleiðslaámjólkog lambakjöti. í Noregi hefurtekist með margháttuðum ráð- stöfunum (t.d. bónuskerfi fyrir þá sem draga úr mjólkurframleiðslu o. fl.) að halda fram- leiðslunni nokkurn veginn innan æskilegra marka. í Svíþjóð er það einkum umfram- framleiðsla á korni, sem við er að eiga. Dan- mörk hefur sérstöðu vegna aðildar að EBE. Markaður allra EBE-landanna er danskur heimamarkaður, og dönsk framleiðsla er að- eins lítið brot heildarframleiðslu EBE-land- anna. í EBE er veruleg offramleiðsla á mjólk eða um 10%. II. Framleiðslumarkmið. Óhætt er að fullyrða, að ógerningur sé að aðlaga framleiðsluna fullkomlega að markaðsþörfum hverju sinni. Því valda óviðráðanlegar sveiflur, sem alltaf hljóta að verða bæði á framleiðslumagni og neyslu frá ári til árs. Þrátt fyrir nútímatækni veldur breytilegt árferði alltaf miklum sveiflum í framleiðslunni. Uppskera verður alltaf breytileg frá ári til árs, ekki aðeins í ein- stökum landshlutum, heldureinnig heildar- uppskera í hverju landi og stórum hlutum heimsins. Menn voru sammála um að þrátt fyrir erf- iðleika við aðlögun framleiðslunnar væri nauðsynlegt fyrir hvert land að hafa skýrt mörkuð framleiðslumarkmið fyrir landbún- aðinn í heild og hverja grein hans. Við þá stefnumörkun þarf að hafa margt í huga og geta aðstæður hvers lands ráðið miklu um það á hvaða þætti sé talið rétt að leggja mesta áherslu. Eftirfarandi þættir voru nefndir sem áhrifaþættir við stefnumörkun fyrir landbún- aðarframleiðsluna. Taka verður m.a. tillit til: 1. nýtingar á framleiðslumöguleikum landsins, og þess hvað þeir geta gefið þjóðarbúinu, 2. þess að hvert og eitt land verður að taka mið af heimsmarkaði fyrir landbúnaðar- vörur — hvers hann þarfnast og hverju hann getur tekið við, 3. byggðastefnu innan hvers lands og hvað gera þarf til að framfylgja henni, 4. öryggis, sem því fylgir fyrir hvert land að vera sjálfu sér nógt um sem mest af mat- vælum, 5. atvinnuástands í landinu og möguleika fólks til að fá atvinnu í öðrum greinum, ef stefnan kann að leiða til fækkunar fólks við landbúnaðarstörf, (í'umræðunum kom það fram, að slíkt sem atvinnuástandið er nú á Norður- löndum mundi fækkun bænda ekki vera æskileg frá þjóðfélagslegu sjónarmiði), 6. þróunar í bústærð og búskaparháttum. Örar breytingar á rekstrarháttum t. d. frá fjölskyldubúskap til sérhæfðs stórbú- skapar geta leitt af sér margháttuð fé- lagsleg og umhverfisvandamál. Sam- dóma álit fundarins var að fjölskyldu- búskapur væri æskilegasta rekstrar- formið og að honum ætti að stefna. III. Nokkur af þeim ráðum, sem gripið hefur verið til, eða verið hafa til umræðu sem „stjórntæki" til að aðlaga framleiðsluna að settu marki. 1. Verðlagspólitík. Menn voru sammála um að af margháttuðum ástæðum væri ógjörningur að stjórna framleiðslunni með verðlagningu varanna eingöngu. Því veldurm.a. krafan um jafnartekjur bænda og sambærilegar við tekjur annarra stétta. Framh. á bls. 505. FREYR 478

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.