Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1979, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1979, Blaðsíða 7
Ólafur E. Stefánsson: Nythæstu kýr nautgriparæktarfélaganna árið 1978 Árið 1978 voru haldnar afurðaskýrslur yfir 23 177 kýr á vegum nautgriparæktarfélaga, og hafa kýr á skýrslum aldrei orðið svo margar áður. Af þeim mjólkuðu 2 671 200 kg mjólkurfitu eða meira, en það er 246 fleiri en árið á undan. Hafa kýr í þessum afurðahópi orðið flestar þessi tvö síðustu ár. Innbyrðis flokkast afurðahæstu kýmar árið 1978 eftir afurðum eins og sýnt er hér að neðan. Þess skal getið, að kýr, sem mjólk hafði ekki verið fitumæld úr nægilega oft á árinu, eru taldar í lægsta flokknum (200-209 kg mjólkurfita). 300 kg mjólkurfita og yfir ......... 67 kýr 290 til 299 kg mjólkurfita ........... 32 kýr 280 til 289 kg mjólkurfita ........... 56 kýr 270 til 279 kg mjólkurfita ........... 53 kýr 260 til 269 kg mjólkurfita ........... 90 kýr 250 til 259 kg mjólkurfita .......... 150 kýr 240 til 249 kg mjólkurfita .......... 214 kýr 230 til 239 kg mjólkurfita .......... 318 kýr 220 til 229 kg mjólkurfita .......... 423 kýr 210 til 219 kg mjólkurfita .......... 549 kýr 200 til 209 kg mjólkurfita .......... 719 kýr í töflu I eru skráðar þær kýr, sem mjólkuðu 250 kg mjólkurfitu eða meira. Eru þær 448 nú, en voru 463 árið 1977. Það er því í lægri flokkunum innan þessa afurðahóps, sem kúm hefurfjölgað,sjáþóathugasemd hérað ofan um flokkunina. Skipting nythæstu kúnna eftir mjólkur- magni er þannig: 8 000 kg mjólkur og yfir .......... 4 kýr 7 000 til 7 999 kg mjólkur ...... 23 kýr 6 000 til 6 999 kg mjólkur ..... 239 kýr 5 000 til 5 999 kg mjólkur .... 1393 kýr Alls eru þetta 1 659 kýr, en voru 1 523 við samsvarandi flokkun árið áður. í töflu II er getið þeirra kúa úr þessum hópi, sem mjólk- uðu 230-249 kg mjólkurfitu og minnst 5 500 kg. Eru þær 175 talsins, sem er 24 fleiri en árið á undan. Eftir samböndum skiptast nythæstu kýrn- ar þannig, að flestar, þ. e. 1 230 af 2 671 eða 46,0%, eru úr Eyjafirði og næst flestar377 úr Árnessýslu, sem nú skiptir um sæti við Bsb. Suður-Þingeyinga. Eru nytháar kýrúrÁrnes- sýslu mun fleiri en árið áður, en úr Bsb. Suð- ur-Þingeyinga nokkru færri, þ. e. 286. Því næst er Nsb. Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu með 187 kýr og fer nú fram úr Borgarfirði, þaðan sem 173 kýreru áskránni, og Skagafirði með 132. Hafa samböndin á Suður- og Suðvesturlandi rétt hlut sinn tals- vert frá því, sem verið hefur síðustu árin. í öllum öðrum samböndum eru mun færri kýr í þessum flokki, en röð þeirra er þessi: Bsb. Vestfjarða 50 kýr, Snæfellingar og Austur- Húnvetningar með 46 hvort samband, Dala- FREYR 479

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.