Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1979, Síða 9

Freyr - 01.08.1979, Síða 9
Þau naut (51), sem áttu hið fæsta 10 dætur hvert í þessum afurðahópi, eru skráð í dálk- inn hértil hliðarog sýndurdætrafjöldi þeirra 1978 og 1977. Á samsvarandi skrá 1977 voru 40 naut, sem áttu 1 586 dætur. Sex naut hafa fallið út af skránni frá árinu áður, flest gömul. Kunnast þeirra er Þeli 54046, sem nú átti aðeins 9 dætur í hópnum, enda langt um liðið, síðan hætt var að nota Þela. Af þeim 17 nautum, sem bætzt hafa við, eru 6 fædd á árunum 1963-1970.Athyglis- verðastur af þeim er Natan 68003 frá Stóru- Sandvík í Flóa, sem Eyfirðingar áttu og síðar var notaður á Nautastöð Búnaðarfélags íslands. Dæturhansáskránni eru 49. Fáttvar sett á undan honum fyrstu árin, en síðar margt, og í lok síðasta árs var kynbótaein- kunn hans 108fyrirmjólkurmagn og HOfyrir mjólkurfitu. Kynbótaeinkunnin var byggð á afurðum 291 dóttur. Undan Natan hafa verið valin 3 naut á Nautastöðina. Úr árganginum 1971 eru 8 ný naut, sem eiga hið fæsta 10 dætur á skránni. Athyglisvert er, að Drafni 71002 á þar nú 35 dætur. Kominn var á skrána áður Vaskur71007, sem nú er með 31 dóttur. Hann hefur að undanförnu verið not- aður sem nautsfaðir, og eru nú í uppeldi á 1. ári 5 nautkálfar undan honum. Úr árgangin- um 1972 er Snorri 72004 enn sem komið er með flestar dætur á skránni, þ. e. 19, en 2 önnur naut eiga þar 10 dætur hvort. Mörg undanfarin ár hefur Sokki 59018 frá Skarði við Akureyri átt flestar dætur á sam- svarandi skrám og fleiri en nokkurt annað naut áður. Enn er hann efstur í röðinni með 219 dætur. Elzta nautið, sem á dóttur á skránni að þessu sinni, erSómi S119-51002, fæddur að Arnarbæli í Grímsnesi 2. febr. 1951, Bollasonur, er notaður var í Sandvík- urhrepþi og síðar í 7 ár á Kynbótastöðinni í Laugardælum, unz hann var felldur hálfs fimmtánda árs. Á skránni yfir þær kýr, sem mjólkuðu 200 kg mjólkurfitu eða þar yfir árið 1978, eru 538 dætur54 nauta, sem fædd voru 1969 og síðar og notuð hafa verið á nautastöðvunum. Skiptast þau þannig eftir árgöngum: Fædd árið Tala nauta Tala dætra þeirra 1969 10 159 1970 9 86 1971 17 209 1972 12 67 1973 6 17 Afurðahæst af þeim kúm, sem höfðu að baki tilskilinn fjölda fitumælinga, var Rauðbrá 160 Óttars Björnssonar, Garðsá í öngulsstaðahreppi. Hún bar 29. janúar, komst í 29 kg dagsnyt og mjólkaði 6 728 kg með5,96% mjólkurfitu, sem svarartil 401 kg mjólkurfitu. Hún fékk 1 731 kg af kjarnfóðri á árinu. Meðalársafurðir hennar í 5,1 ár eru 5 251 kg mjólkur með 5,34% fitu, sem svarar til 280 kg mjólkurfitu. Rauðbrá er undan Dreyra 58037 frá Einarsstöðum í Reykjadal og Ljót 103, I. verðlauna kú undan Gerpi 58021 og Fylkisdóttur. Afurðaeinkunn Rauðbrár í 5 ár er 113 stig. Önnur afurðahæsta kýrin að þessu sinni var Lokka 115, Bjarka Reynissonar, Mjósyndi í Villingaholtshreppi, undan Húf 62009 frá Borgarkoti á Skeiðum og Rós 92 Galtadótt- ur. Er Lokka jafnframt nythæsta kýrin miðað við mjólkurmagn. Hún komst 134 kg dagsnyt og mjólkaði á árinu 9 502 kg, sem er hæsta ársnyt frá upphafi skýrsluhalds nautgripa- ræktarfélaganna. Mjólkurfita var 4,14%, og nema ársafurðirnar 393 kg mjólkurfitu. Lokka hefur frá upphafi verið frábær mjólkurkýr, sem hefur mjólkað um 6 000 kg á ári til jafnaðartil ársloka 1977. Ástæðan fyrir hinni gífurlegu nythæð árið 1978 er m. a. sú, að hún lét fangi á árinu, meðan hún var enn í góðri nyt, sem hún hélt. Meðalársafurðir hennar í 6,3 ár eru 6 414 kg mjólkur með 3,95% fitu, þ. e. 253 kg mjólkurfita. Afurða- einkunn hennar (mjólkurmagn) í 5 ár er 126 stig. Alls mjólkuðu 27 kýr yfir 7 000 kg á árinu, eins og áður er fram komið. Eru 25 þeirra skráðar í töflu I eða II, en 2 (ættlausar) náðu ekki tilskildum afurðum vegna afar lágrar mjólkurfitu. FREYR 481

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.