Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1979, Page 22

Freyr - 01.08.1979, Page 22
Tamning á Stóðhestastöðinni. Þorgeir Vigfússon teymlr dngul frá Kirkjubæ. Eigandi Stóðhestastöðin. sem fyrr mikið til baga fyrir tamningar. Einn foli, Kolskeggur frá Stykkishólmi, fékk garnaflækju á miðjum vetri og drapst. Breytingar í hesthúsi. Lokið var við að innrétta í vesturhluta hest- hússins. Þá voru 39 básar lengdir úr 1.50 m í 1.70 m og halli á bássteini minnkaður veru- lega. Var það gert til þess, að framhófar fol- anna ofþornuðu síður. Auk þessa var steypt í flóra og þeir grynnkaðir um u.þ.b. 15 sm. Haldið var áfram að klæða bássteina með dekkjasólum. Voru sólarnir negldir á ein- falda timburklæðningu. Áður reyndum við að skjóta sólunum beint á steininn með stál- nöglum. Gafst það ekki vel, þar sem nagl- arnir vildu hrökkva í sundur, þegar hestarnir stigu á þá. Sumarið 1978. 22. maí var farið að venja veturgamla f.ola við beit og 30. maí var þeim sleppt. Aðra fola var farið að venja við beit 29. maí, og 8. júní var búið að sleppa öllum, nema sýningarfolum og girðingaföntum. Fyrstu folarnir fóru í girðingu 12. júní og aðrir upp úr því. 7 folar, tveggja vetra og eldri, fóru ekki í girðingar. I þeim hópi voru Þröstur 908 frá Kirkjubæ og Rosi 913 frá Nýjabæ, sem sýndir voru á landsmóti hesta- manna í sumar. 7. júlí voru vanaðir 6 folar á vegum stöðv- arinnar, þar af 3 í hennar eigu. Þann 3. nóv- ember voru vanaðir aðrir 6 folar í eigu stöðv- arinnar. Þessir 9 vönuðu folar í eigu stöðv- arinnar voru seldir á opinberu uppboði, sem haldið var að Litlahrauni 11. nóvember. Var uppboðið bæði fjölmennt og fjörugt. í sjávarhamförunum 14. desember 1977 urðu miklar skemmdir á girðingum stöðvar- innar. Þar að auki dreifðist óhemju mikið grjót og drasl yfir hluta túnanna, sem næst standa sjóvarnargarðinum. Ekki vannst tími til að girða upp og hreinsa túnin og þau því ekki slegin. Þrátt fyrir ódrýgindi á túnum, heppnaðist heyskapur vel. 16. ágúst voru síðustu bagg- arnir settir undir þak. Voru þá komnir um 800 hestar af ágætri töðu í hlöðu. Heyvinnuvélum stöðvarinnar fjölgaði um bindivél og heyvagn, og má nú segja, að við séum ágætlega settir með vélakost. Vantar nú helst húsyfirvélarnar, þarsem sjávarselt- an er þeim óvægin, ef úti þurfa að standa. 494 FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.