Freyr - 01.08.1979, Page 23
Starfsmenn stöðvarinnar starfsárið
1977—1978.
Þorvaldur Árnason, tilraunastjóri, Þorgeir
Vigfússon, bústjóri, Þorkell Þorkelsson vann
við tamningar o. fl. frá áramótum til maíloka.
Einnig hjálpaði hann við sýningu á folum á
landsmótinu.
Hafsteinn Jónsson frá Stokkseyri var ráð-
inn í mánuð síðasta hluta innistöðu til að-
stoðar við hirðingu og gjafir.
Tamningarnar.
í tamningu voru 23 folar. 13 þeirra voru folar
á fjórða vetur í frumtamningu, en 10 voru
eldri og eitthvað tamdir fyrir. Að tamningun-
um unnu Þorkell Þorkelsson og Þorvaldur
Árnason.
Sem fyrr fengu margir folanna slæmt
múkk, er leið á veturinn og var það tamningu
þeirra ekki til framdráttar. Er múkkið hin
versta plága, sem herjar á starfsemi stöðv-
arinnar, og brýnt að vinna bug á því. Hefur
ýmissa bragða verið neytt í því skyni, en því
miður hafa flest þeirra verið haldlítil, er til
lengdar lætur. Mælingar á rakastigi í hest-
húsinu sýndu, að loftraki hússins var mjög
mikill. Sömuleiðis virtist múkkið versna, er
rakastigið óx, og helst von um bata í norðan-
átt og þurrviðri, sem leiddi af sér lægra raka-
stig í húsinu. í samræmi við þessa reynslu var
ákveðið að gera nokkrar breytingar á hest-
húsinu, sem auka loftrými þess, og notaviftur
til loftræstingar í því skyni að lækka loftrak-
ann. Hver árangur af þessu verður, ræðst
væntanlega á næsta ári.
Sýningar á folum stöðvarinnar fóru fram
29. apríl og 20. maí. Voru folarnir, sem tamdir
höfðu verið, sýndir í reið og auk þess dæmdir
á seinni sýningunni. Sex folar hlutu tilskylda
einkunn til þátttöku á landsmóti. Þeir voru:
Glaður frá Reykjum, 6 vetra, Þröstur frá
Kirkjubæ, 5 vetra, Hlynur frá Hvanneyri, 4
vetra, Rosi frá Nýjabæ, 5 vetra, Glæðir frá
Skáney, 5 vetra og Draumur frá Hóli, 4 vetra.
Að ráði varð, að Draumurfæri ekki á mótið,
og Glæðir fór heim til eiganda síns, þar sem
umsaminni dvöl hans á stöðinni var lokið, en
Þröstur frá Kirkjubæ. Eigandi Stóðhestastöðin.
hinir fjórir fyrstnefndu voru áfram í þjálfun á
stöðinni fram að landsmóti. Nokkur raun
varð okkur, starfsmönnum stöðvarinnar, að
Hlynurvar miðursín á mótinu og sýndist illa,
en hinir folarnir stóðu sig allir að vonum.
Tilraunir.
í samráði við Gunnar Sigurðsson, fóður-
fræðing hjá Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, voru tvær fóðrunartilraunir skipu-
lagðar. Önnur tilraunin felur í sér athugun á
áti og þungabreytingum 5 árganga stóð-
hesta (á 1. til 5. vetri). Tilgangur þessarar
athugunar er:
1) Að öðlast grófa hugmynd um át á inni-
stöðu og þar með uppeldiskostnað á
stóðhestum og skiptingu hans á aldurs-
skeið.
2) Að fylgjast með breytingum á þroska
(þunga og skrokkmálum) folanna.
3) Að leita samhengis milli áts og þroska
hvers aldurshóps.
4) Að leita samhengis milli breytinga á
þunga og skrokkmálum hvers ein-
staklings.
Tilraun þessi mun standa í nokkur ár.
FREYR
495