Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1979, Síða 24

Freyr - 01.08.1979, Síða 24
Rosi frá Nýjabæ í Borgarfirði. Eigandi Stóðhestastöð- in. Hin tilraunin fólst í athugun á viðhaldsfóð- urþörf fullorðinna geldinga. Fjórirfullorðnir, geltir hestar voru látnir standa á bás í 6 vikur, vegnir daglega og reynt að finna þann fóð- urskammt af töðu, sem hélt þeim í þunga- jafnvægi. Heysýni voru tekin daglega og þau send til efnagreiningar hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Skýrsla um niðurstöður þessarartilraunar er væntanleg á þessu ári. Aðrar tilraunir voru ekki framkvæmdar á árinu í beinum tengslum við stóðhestastöð- ina, en áfram var haldið athugunum áýmsum þáttum, sem snerta kynbótastarfið almennt. Nýir folar haustið 1977. — Viðkoma. Hrossakynbótabúið á Hólum í Hjaltadal gaf stöðinni hestfolald (nr. 81), fætt 1977, og keypt voru fjögur folöld og önnur þrjú tekin í uppeldi. Nýir folar á 2. og 3. vetri bættust einnig við hópinn. Keyptir voru þrír folar fæddir 1976 og í uppeldi þrír folar fæddir 1976 og einn fæddur 1975. Alls var viðkoman því fimmtán hestar. Meðalverð á keyptum folöldum var um kr. 70 þúsund en á veturgömlum hestum um kr. 100 þúsund. Nú segir nánar frá ungu hestunum, fyrst þeim eldri, síðan þeim yngri. Númerframan við nafn hvers hests sýnir, hvar í röð hver þeirra er frá stofnun stóðhestastöðvarinnar. Mál, sem birt eru af folöldunum, eru tekin við komu þeirra (hæð á herðar, bandmál). 76. Blær, glórauður, fæddur 1975 hjá Þor- valdi Sigurjónssyni, Núpakoti, A,- Eyjafjallahr., Rang. Eig.: ÞorvaldurSigurjónsson, Núpakoti. F: Svipur 874 frá Rauðsbakka, 1. verð- laun. M: Brana, Núpakoti (frá Rauðsbakka), lítið tamin og ósýnd. MF: Blesi 577, Núpakoti, 1. verðlaun fyrir afkvæmi. MM: Stjarna, Rauðsbakka, undan Óðni, Núpak- oti. Blær kom 28. október 1977. Hann er smár, snotur og líflegur, sýnist nokkuð klárgengur. 74. Drómi, dreyrrauður, fæddur 1976 hjá félagsbúinu á Vatnsleysu, Viðvíkursveit, Skag. F: Sómi 670, Hofsstöðum, 2. verðlaun fyrir afkvæmi. M: Dreyra3745, Vatnsleysu, 1. verðlaun. MF: Bliki 652, Vatnsleysu, 2. verðlaun. MM: Dreyra eldri, s. st., ótamin. Drómi kom 13. nóvember 1977. Hann er ekki fríður hestur, sennilega gangrúmur en skeiðlaginn. 75. Steinn, grár (fæddur jarpur), fæddur 1976 hjá Sigurbergi Magnússyni, Stein- um, A.-Eyjafjallahr., Rang. Eig.: Stóðhestastöð B.í. F: Léttir 600, Vík, Mýrdal, 1. verðlaun fyrir afkvæmi. M: Grása, Steinum, tamin, en ekki sýnd. MF: Grani 452, Sauðárkróki, 1. verðlaun fyrir afkvæmi. MM: Brúnka, Núpakoti. MMF: Skúmur 258 frá Árnanesi, A,- Skaft. MMM: Jörp, Sólheimakoti. Steinn kom 12. desember 1977. Hann er 496 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.