Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1979, Síða 32

Freyr - 01.08.1979, Síða 32
er nauðsynlegt, að hæfilegt úrval júgurból- gulyfja sé á markaði hverju sinni. Ég hefi nú unnið að júgurbólgurannsókn- um hér á landi í 11 ár. Af þeim tíma hefir þessi þjónusta staðið opin og ókeypis, frá 1970, öllum mjólkurframleiðendum landsins, sem búa við mikla og torleysta júgurbólgu. í næsta hefti „Tímarits landbúnaðar- rannsókna“ geri ég úttekt á niðurstöðum þessara rannsókna í 10 ár. Mér er Ijóst, að þær koma viðkomandi bændum að góðu liði, ef þeir styðjast við niðurstöður rannsókna og berjast gegn júg- urbólgunni ótrauðir. En ég er jafnviss um, að þetta fyrirkomulag minnkar lítið júgurbólgu í kúm á landinu öllu. Til þess að svo mætti verða, þarf að skipu- leggja leit að júgurbólgu um allt land og efla rannsóknir. Til þess þarf að koma rann- sóknastofa, eða helst tvær, með fullri að- stöðu til þess að hefja rannsóknir í mun stærri mæli en nú er og ótruflaðar af öðrum verkefnum. Þá mundi raunveruleg barátta gegn þess- um vágesti minnka heildarsmitið ár frá ári og stóraukinn árangur í baráttunni nást, líkt og er hjá öllum Norðurlandaþjóðunum. Greinargerð um það mál o.fl. hefi ég fengið samþykkta í Framleiðsluráði land- búnaðarins og Rannsóknaráði landbún- aðarins og hefir væntanlega legið í skrif- borðsskúffu landbúnaðarráðherra um nokkurt árabil. Ég hefi hug á að birta þær hugmyndir mínar, svo bændur og forráðamenn bænda- samtaka geti kynnt sér efni greinar- gerðarinnar. Síðan er það þeirra mál að knýja á um framkvæmdir. Ég vona, að þeir beri gæfu til þess að láta málið til sín taka fyrr en síðar. G-vara er mjólkurvara sem geyma í 2 manuði ánkælingar. Það kemur sér víða vel. 504 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.