Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Síða 12

Freyr - 15.12.1979, Síða 12
ónir) árið 2000. Ef gert er ráð fyrir, að hver þéttbýlisbúi þurfi að lágmarki 0.04 ha, þarf 63 milljónir hektara fyrir aukið þéttbýli 1975—2000. Ef gert er ráð fyrir, að 40% af þessu séu ræktað land, tapast því um 25 milljónir ha af ræktarlandi á þessum tíma (um 2% af ræktuðu landi heimsins), — land, sem á mætti rækta mat fyrir um 84 milljónir manna (Brown, 1978). Orkuframleiðsla er nærri því eins landfrek eins og vöxtur borga. Hér verður fyrst að telja vatnsaflsstöðvar, en uppistöðulónin leggja oft undirsig frjósama dali, akra og beitilönd. Bygging þeirra hefur flæmt bændum hundr- uðum þúsundum saman af búum sínum víðs vegar um heiminn, en vatnið hefur þó um leið verulega aukið áveitusvæði til ræktunar. Orkuframleiðslustöðvar, olíu- hreinsunarstöðvar og verksmiðjur taka milljónir hektara úr ræktun. Þá er ótalið land, sem lagt er undir vegi, bílastæði, flugvelli o. fl. Þessi innrás borganna, iðnaðar, orkuvera, vegakerfis, flugvalla o. s. frv. er vel þekkt hjá okkur á Norðurlöndum og hefur orðið til þess, að reynt er að stemma stigu við frekara tapi besta ræktunarlandsins nema að undangengnu vandlegu mati. Dæmi um þetta má taka frá Danmörku, þar sem landbúnaðarland hefur minnkað um u. þ. b. 350. 000 ha eða yfir 10% síðan 1938. í Danmörku eins og á öðrum Norðurlöndum hafa verið sett lög til þess að skipuleggja landnotkun. Verið er að flokka landið eftir jarðvegstegundum og gæðum og verður sú flokkun lögð til grundvallar sveita-, svæða- og staðarskipulagningu landsins. Á íslandi hafa verið gerð gróðurkort af um 70% landsins, og verið er að gera jarðakort af byggðunum, sem munu hjálpa til að skipuleggja nýtingu landsins. En það er meira en borgir og iðnaður, sem taka land úr ræktun. Þegar landi er ofboðið á einhvern hátt, getur gildi þess til landbún- aðar rýrnað svo, að það verði óhæft til bú- skapar. Notkun áveituvatns til annarra þarfa, t. d. borga og iðnaðar, getur gert þurrlendis- akra gagnslausa. Aðalástæður fyrir eyðingu lands eru uppblástur og útskolun jarðvegs, útbreiðsla eyðimarka, hækkun á grunn- vatnsstöðu jarðvegs og saltmengun í áveitulöndum. Kunnasta dæmið um slíka eyðingu er framsókn Saharaeyðimerkurinn- ar og þurrkarnir á Sahelsvæðinu í Afríku. Uppblástur beitilanda er með alvarlegustu ógnunum við íslenskan landbúnað. Ástæður fyrir uppblæstri og eyðingu eru oft skógar- högg eins og það, sem er að eyðileggja stór svæði í hlíðum Himalayafjalla í Nepal og á Indlandi, ræktun viðkvæmra fjallahlíða, t. d. á þessum sömu slóðum sem og í Andesfjöll- um, þar sem fólksfjölgunin rekur fátækling- ana upp í fjöllin. Ofbeit, sérstaklega geita og sauðfjár, hefur leitt til gróðureyðingar á stórum svæðum í Suður-Evrópu og í Vestur- og Mið-Asíu t. d. Ræktun fjallahlíða og brattlendis getur orsakað jarðvegseyðingu af völdum vatnsaga. Til þess að forðast land- eyðingu verður að nota aðferðir eins og þrepræktun eða jarðvinnslu eftir hæðarlín- um og hafa trausta stjórn á beitarþunga og dreifingu búfjár um viðkvæm beitilönd. Notkun áburðar getur hjálpað til við að endurheimta grassvörðinn og draga búfé frá viðkvæmum svæðum. Mjög mikið af matvælaframleiðslu heims- ins fer fram á áveitulandi. Þar sem framræsla erónóg, verður þettatil þess, að vatnsborðið hækkar upp undir yfirborðið. Bæði kemur þetta í veg fyrir eðlilegan rótarvöxt og svo gufar vatnið upp og jarðvegurinn fyllist af söltum. Þetta er orðið eitt alvarlegasta vandamál landbúnaðarins, t. d. víða um Asíu, Norður-Afríku og Norður- og Suður-Amer- íku. í Pakistan er t. d. talið, að á 10 mínútna fresti verði einn hektari af útvals ræktunar- landi saltmengun að bráð. Yfi r 20 milljónir ha af úrvals ræktunarlandi í heiminum eru þeg- ar taldar skemmdar af þessum sökum. Bestu ráðin, sem duga, eru framræsla og útskolun, sem þó eru mjög dýr í framkvæmd og líklega ofviða þeim löndum, sem í hlut eiga. Vatnsþörf vaxandi borga og iðnaðar veita 818 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.