Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.1979, Qupperneq 15

Freyr - 15.12.1979, Qupperneq 15
Myndin er frá tilraunastöö í Saudi-Arabíu. Baggarnir á úlfaldanum eru lúsernuhey af tilraunareitum. Lögmál landbúnaðarins eru þau sömu hvar sem er í heiminum þó að aðstæður séu mismunandi. (sölt skolast ekki úr jarðveginum og jarð- vegsefni berast ekki með því vatni.) Auk þess geta slíkar stíflur haft mikil áhrif á strand- lengjuna og sjóinn, þar sem stífluvatnið rennur til sjávar. Ein besta trygging fyrirvernd náttúrunnar er vel rekinn búskapur með framleiðslu í samræmi við afkastagetu umhverfisins. Hins vegar er hætta á, að ýmis efni, sem notuð eru til framleiðslunnar, bæði tilbúinn og lífrænn áburður, valdi mengun, ef ekki er að gætt. Ofnotkun eiturefna getur stofnað heilsu í hættu. Því ber að setja ákveðnar reglur um notkun þessara efna og hvernig eigi að ráð- stafa úrgangi. Aðalhættan af áburðarefnum stafar af mengun straumvatna og stöðuvatna. Skor- dýraeitur drepur ekki bara skaðdýr heldur einnig gagnleg skordýr og skaðar fuglalíf. Orgenochlorinealdrin og dieldrin geta verið krabbavaldandi. Skaðleg áhrif af áveitum eru einkum aukning á vatnsbornum sjúkdómum (water- borne diseases), og er schistosomiasis al- ræmdasta dæmið um þetta. Aukið hreinlæti í þróunarlöndunum mundi laga þetta ástand mjög. Lokaorð. í þessu erindi hefur verið fjallað almennt um áhrif landbúnaðarframleiðslu á auðlindir og umhverfi, og hvernig vernda megi þessa þætti við ýmsar aðstæður í heiminum. Þótt mikill munur sé á ástandinu hjá flestum þró- unarlöndunum í samanburði við aðstæður okkar á Norðurlöndum, eru vandamálin þó á ýmsan hátt lík. Vandi okkar við að lifa í sátt við umhverfið og náttúruna er þó barnaleikur í samanburði við mörg þróunarlöndin. Mis- munurinn kemurfram í höfuðástæðunni fyrir erfiðleikum þeirra, stjórnlausri fólksfjölgun. Ef hægt væri að stöðva fólksfjölgunina nú, yrði vandi þeirra jafnlítill og okkarvandi. En enginn má sofna á verðinum, og Norður- löndin munu án efa halda áfram að gera vandamál fátæku þjóðanna að sínum vandamálum og styðja þær í að skapa þegn- um sínum viðunandi lífskjör með bættri meðferð og nýtingu lands, gróðurs og búfjár og án þess að skaða náttúruna. FREYR 821

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.