Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1979, Síða 18

Freyr - 15.12.1979, Síða 18
f Mount McKiniey þjóðgarðinum er landslag fagurt. Gróður er fjölbreytilegur og þar gefur að líta ýmis villt dýr, svo sem birni, refi, hreindýr, elgdýr, rjúpu og hvítt Dall sauðfé. Öli umferð um garðinn er vel skipulögð, og þjóðgarðsverðir veita ferðamönnum leiðbeiningar eftir þörfum. (Ijósm. Ó. R. D.) Miklar landbúnaðarrannsóknir. Þótt landbúnaður sé í raun mjðg lítill í Al- aska, er þar unnið að ýmiss konar rann- sóknum í þágu þessa atvinnuvegar. Við heimsóttum tvær megin miðstöðvar land- búnaðarrannsókna og fræðslu í Alaska, en þær eru í Palmer í Matanuskadal norðan við Anchorage, og í Fairbanks norður á 65. breiddargráðu. Við háskólann í Fairbanks, sem er einn norðlægasti í heimi, er reyndar landbúnaðardeild, sem annast búvísinda- kennslu auk rannsókna. Stofnanir þessar hafa á að skipa vel menntuðu og áhugasömu starfsliði, og aðstaða öll og tækjabúnaður virðist með ágætum. Af rannsóknar- verkefnum mætti nefna kornrækt, græn- metisrækt og berjarækt, grasrækt til beitar og slægna, skógrækt, jarðvegs- og land- græðslurannsóknir, próteinfóðrun nautgripa og svína, og markaðsrannsóknir. Reynt er að stuðla að eflingu ýmissa greina landbúnaðar með leiðbeiningum, til að auka fjölbreytnina. Mætti í því sambandi geta um framleiðslu og markaðsfærslu á hreindýra- afurðum. Þá hafa tilraunir verið gerðar með sauðnautarækt. Nú er að hefjast ræktun byggs á Delta- svæðinu, skammt frá Fairbanks, að undan- gengnum miklum rannsóknum. Kyrkings- legur greniskógur hefurverið ruddur á stóru landsvæði og ræktunarland seltfrumbýling- um á góðum kjörum. Veitt eru hagkvæm lán til uppbyggingar og vélakaupa, en stórvirk tæki eru notuð við ræktunina. Skilin eru eftir trjábelti til skjóls á milli býlanna. Landið er þurrt, en athyglisvert er, að klaki fer aldrei úr jörðu (sífreri), aðeins nokkurra feta jarð- vegslag er frostlaust yfir sumarið. Eftir að kjarri og mosa hefur verið rutt burt, þiðnar moldin nokkuð lengra niður. Vetur eru mjög kaldir þarna, allt að 4- 40°C, en sumarhiti er meiri en á íslandi. Þegar við komum á Delta- svæðið, í lok júní, voru fyrstu akrarnir farnir að grænka, sáð í maí, þótt víðast hvar væru aðeins um tvö fet niður á klakann. Hver bóndi þarf að bora í gegnum klakahelluna eftir vatni, því að þarna er tilgangslaust að grafa vatnsleiðslur í jörðu vegna gadds. Reiknað Hjörtur horfirtil snævi þakins Mount Mckiniey, hæsta fjalls Norður-Ameriku, sem er 6194 metra hátt. Há- fjallagróður og landslag minna mjög á íslensk öræfi. Þarna líðst ferðamönnum ekki að aka á torfærubif- reiðum utan vega né spilla náttúrugæðum á nokkurn hátt (Ijósm. Ó. R. D.) 824 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.