Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1979, Side 24

Freyr - 15.12.1979, Side 24
Erlendur Jóhannsson: Ábendingar varðandi fóðrun kúnna í vetur Mjög mismunandi aðstæður blasa nú við bændum þegar litið er til fóðrunar kúnna í vetur. Margir eiga ágæt hey, en í litlu magni, aðrir eiga bæði lítil og léleg heyog litlareðaengarfyrningareftirgjafafrektvor. Fyrirþáermikilvægt að uppskerumagnið sé rétt metið þannig að ásetningur hafi verið í samræmi við það fóður, sem til er. Þeir, sem standa illa að ásetningi og verða heylausir í vor, mega búast við að allar bjargir verði bannaðar af því að menri verða tæplega aflögufærir þegar líður á veturinn. Áhrifaríkasta sparnaðarleiðin er að fækka gripum. Kýrin þarf sitt gróffóður þótt ekki sé hún afurðahá og því lítil ástæða til að haída í stritlur við slíkar aðstæður. Þeir, sem telja sig eiga nægilegt fóður, en knappt, ættu að hafa eftirfarandi í huga: 1. Nauðsynlegt er að takmarka heygjöfinatil þess að öruggt sé, að heyin endist fram á næsta vor. Gott er t. d. að fylgjast með vikulegri notkun, en gera heildarúttekt 2-3 á gjafatímanum til öryggis. 2. Gróffóður verða nautgripir að fá í ákveðnu magni til þess að vambarstarf- semin gangi eðlilega fyrir sig. Yfirleitt er áætlað að lágmarksgróffóðurmagn í heildarfóðri megi ekki vera minna en 40%. 3. Þegar gróffóður er takrnarkað, verður annað fóður að koma í staðinn til þess að gripirnir nái eðlilegum afköstum. Helstu fóðurbætistegundirnar eru kjarnfóður- blöndurnar (kallaðar A, B og C eftir pró- Fóðrað msð graskökum. 830 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.