Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1983, Side 13

Freyr - 01.09.1983, Side 13
Á íslandi hefur ekki enn verið skipuð búfjárgenbankanefnd. Norræni starfshópurinn skilaði tillögum um stofnun norræns gen- banka fyrir búfé til Norrænu ráð- herranefndarinnar á árinu 1981 og endurskoðaði þær tillögur árið 1982 með hliðsjón af viðbrögðum ráðherranefndarinnar. Norræni starfshópurinn gerði á sl. ári áætlun um búfjárgenbanka- starfsemi fyrir tímabilið 1984— 1988. Aðalatriði hennar eru eftir- farandi. A. Verndunarsjónarmið. B. Umfang starfsins (5 lönd, 8 búfjártegundir: nautgripir, svín, sauðfé, geitur, hestar, fiðurfé, loðdýr og kanínur). C. Verkaskipting: starf í heimalandi og norrænt sam- starf. D. Kostnaðaráætlun vegna norræns samstarfs. E. Starfsáætlun um sér- verkefni. F. Áætlun um skipulag. Alþjóðasamstarl um búfjárgenbanka. Áhugi á verndun erfðaefnis í búfé hefur farið vaxandi síðasta ára- tuginn. 1 júní 1980, var haldin í Róm alþjóðleg ráðstefna á vegum FAO/UNEP um búfjárgenbanka. Þar mættu 100 fulltrúar 49 landa. Á ráðstefnunni var staðfest þörfin fyrir verndun erfðaefnis í búfé bæði í einstökum löndum og einnig með samvinnu milli landa. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun sem beint var til FAO og jafnframt til meðlimalanda FAO um nauðsyn þess að koma á fót búfjárgenbönkum í einstökum löndum og með alþjóðasamvinnu. Árangur ráðstefnunnar í Róm 1980 var m.a. að Erfðafræðideild Búfjárræktarsambands Evrópu skipaði nefnd um búfjárgenbanka á fundi sínum í Munich í septem- ber 1980. Genbankanefnd EAAP sendi m. a. út fyrirspurnir til allra Evr- ópulanda um verndunarþörf eins- Þríhyrntur íslenskur hrútur. Myndin er úr bókinni Sauðfé (The Sheep) eftir Youatt frá 1837. takra búfjárstofna. Niðurstaðna úr þeirri söfnun hefur verið getið hér að framan, en þar kom fram að 197 búfjárkyn voru talin í út- rýmingarhættu í Evrópu. Þess ber þó að gæta, að bein svör bárust aðeins frá helmingi þeirra landa sem fyrirspurnir voru sendar til. Verndunaraögerðirá íslandi. Búnaðarfélag íslands hefur með höndum verndun geitfjár sam- kvæmt lögum nr. 21, 24. apríl 1965. Þá hefur Búnaðarfélagið einnig með höndum hreinræktun forystufjár samkvæmt lögum nr. 46, 25. maí 1976. Búnaðarfélagið hefur ennfremur séð um að varð- veita sæði úr öllum nautum sem tekist hefur að frysta sæði úr allt frá árinu 1969. Þessi varðveisla tekur nú til allra sæðingarnauta í landinu, og eru varðveittir 30 skammtar úr hverju nauti. Rannsóknastofnun landbúnað- arins hófst handa um það árið 1974 að safna saman þeim leifum, sem eftir voru af gömlum hænsnastofni í landinu. Þessum stofni hefur verið haldið við síðan í Þormóðsdal, en auk þess hefur áhugafólk úti um land fengið unga eða egg frá Rannsóknastofnuninni og lagt sig fram um að halda stofninum við. HELSTU HEIMILDIR Maijala, K. 1982 a) Preliminary Report of the Working Party on Animal Gen- etic Resources in Europe. Annual Meeting of EAAP, Leningrad, 1982. Maijala, K. 1982 b) Motiv för bevarand- et av genresurser hos husdjur. Erindi flutt á fundi norræns búfjárgenbanka- hóps í Reykjavík 1982. Kolstad, N. 1982. Bevaring av husdyr- enes genreserver i Skandinavia. Er- indi flutt á fundi norræns búfjárgen- bankahóps í Reykjavík, 1982. Smith, C. 1982. Genetic aspects of Con- servation in Farm Livestock. Annual Meeting ol' EAAP, Leningrad, 1982. Wilhelmsson, M. 1982. Metodikk for genbevaring. Erindi flutt á fundi nor- ræns búfjárgenbankahóps í Reykja- vík, 1982. Hálandakýr frá Skotlandi. Mjög harðgert kyn. FREYR— 661

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.