Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 15
Illa kalin tún í Gengishólahverfi í Gaulverjabcejarhreppi, Árn. 1981. Ljósm. J.J.
kvæmanlegt fyrir aöra en þá sem
búa nálægt Akranesi og hafa ráð á
bílum eða öðrum flutningatækjum
að leysa þann vanda. í því sam-
bandi langar mig að segja litla
sögu af eigin reynslu á þessu sviði.
Haustið 1981 vorum við feðgar
búnir að semja við bíleiganda á
Hólmavík um að fara suður á
Akranes við hentugt tækifæri og
koma með bílhlass af kalksandi til
okkar. Þetta gerði bílstjórinn.
Hann fór suður og fékk sand á
bílinn og hélt svo leiðar sinnar
norður. Þegar kom norður í Kolla-
fjörð í Strandasýslu, fór veður og
færð að versna, bíllinn rann út af
veginum svo létta varð á honum
með því að moka nokkrum hluta
hlassins af. Ferðinni var svo hald-
ið áfram norður fyrir Steingríms-
fjörð. Lengra varð ekki komist.
Þar var því sem eftir var af hlass-
inu mokað af bílnum. Þar situr
það engum til gagns. Þetta segir
sína sögu, um hversu auðveldir
þessir flutningar eru.
Ég skrifaði síðla árs 1981 grein,
sem birtist í 4. tbl. Freys, þar sem
ég greindi lítilsháttar frá reynslu
minni af skeljakalki til varnar kali
og hverja möguleika bændur ættu
á að aíla sér þess með þeim af-
greiðslu- og flutningsmöguleikum,
sem fyrir hendi væru. Þeim ábend-
ingum var lítill eða enginn gaumur
gefinn af þeim sem ráða um þessi
mál, aðeins bent á áburðarkalk
Áburðarverksmiðjunnar. Og enn
einu sinni var fimbulfambað um
kalk- eða kísilþörunga í Húnaflóa,
sem þyrfti að dæla upp og setja á
land á ýmsum stöðum. Slíkt tal
kemur að litlu gagni. Það bætir
ekki jarðvegsástand túna okkar í
Árneshreppi, eða annarra, sem
eru enn verr settir hvað flutnings-
möguleika snertir meðan ekkert
annað er að gert.
Án þess að fara lengra út í það
mál vil ég í fullri vinsemd biðja
Óttar Geirsson, vin minn, eða
aðra ráðgefandi menn, að skýra
fyrir okkur með hverjum hætti við
getum flutt heim til okkar þetta
nauðsynlega undirstöðuefni í
ræktun okkar með viðunandi
hætti og án óvissu um hvort það
kemst á leiðarenda. Fyrr en fengin
er lausn á því, er út í hött að brýna
fyrir okkur að kalka jarðveg okk-
ar með þessu efni.
Ég hefi fréttir af því, að sýslung-
ar mínir, sunnar í sýslunni, sem
hafa sótt skeljakalk suður á Akra-
nes og dreift því á tún sín, telja að
það land hafi staðist vetrakalið
mun betur en annað ókalkað land
við svipaðar aðstæður. Virðist
ekki úr vegi að það væri kannað
nánar til upplýsinga fyrir aðra
bændur. Einskis má láta ófreistað,
sem bætt getur úr þessum tjón-
valdi íslenskra bænda. Ekki get ég
heldur látið hjá líða að geta þess,
að reitirnir í mýrarspildunni minni
sem kalkaðir voru árið 1977 með
sem svaraði 8 til 12 tonnum af
skeljakalki á ha skera sig enn úr
með samfelldri heilgrasarót, mitt
inni í gróðurlausu landi, sem hefur
þó fengið sömu áburðargjöf og
alla aðra meðferð og þessir reitir.
Og úr því ég er farinn að taka mér
FfíEYR — 663