Freyr - 01.09.1983, Qupperneq 17
Dreifing áburðar síðsumars og að hausti
Alkutma er, að vœnlegast til árangurs í túnrœkt er að bera á sem fyrst að vori, einkum
þar sem hætt er við vorþurrkum. Pó er ekki ráðlegt að bera á meðan jörð er mjög blaut,
og vœntanlega geta ýmis önnur atriði ráðið því, hversu mikla áherslu ber að leggja á að
bera snemma á, t. d. gróðurfar túns og jafnvel viðleitni til að fá gœðamikið gras til
slœgna og beitar fram eftir sumri.
Ekki er þó nauðsynlegt að bera
allan áburð á að vori. Áburðar-
dreifing milli slátta hefur mikið
verið tíðkuð til að tryggja góðan
Jónatan Hermannsson.
endurvöxt, einkum til haustbeitar.
Hins vegar hefur verið varað við
því að bera á síðsumars og að
hausti vegna aukinnar kalhættu og
vegna hættu á útskolun áburðar
að vetrinum. Töluvert er þó um
haustdreifingu búfjáráburðar.
Ýmsar eldri tilraunaniðurstöður
hafa gefið vísbendingu um, að
sláttutími hafi veruleg áhrif á gras-
sprettu næsta árs og eins áburðar-
dreifing milli slátta. Einnig hafa
búfjárræktarmenn lagt verulega
áherslu á að fá beitargróður sem
fyrst á vorin. Þá hefur Þorsteinn
Tómasson bent á, að ýmis grös
muni búa sig betur undir veturinn,
t. d. með aukinni sprotamyndun,
ef þau fá næga næringu síðsumars.
Haustáburðartilraunir.
Tilraunir með áburðargjöf síðla
sumars og að hausti hófust á
FREYR — 665