Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1983, Blaðsíða 23

Freyr - 01.09.1983, Blaðsíða 23
Ólafur Reykdal Rannsóknastofnun landbúnaöarins Mjólkurrannsóknir á Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sumarið 1981 hófust rannsóknir á samsetningu íslenskrar mjólkur og mjólkurafurða við Fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (RALA). Pað var fyrir tilstilli Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins að þessar rannsóknir voru hafnar. Framleiðsluráðið studdi síðan verkefnið fjárhagslega, en án þess stuðnings hefðu rannsóknirnar orðið mjög takmarkaðar. Tilgangurinn með rannsóknunum var fjórþættur: 1) Að afla upplýsinga um efna- samsetningu gerilsneyddrar mjólkur frá helstu framleiðslu- svæðum. 2) Athuga árstíðabreytingar í efnasamsetningu mjólkur. 3) Athuga mun á efnasamsetn- ingu hrámjólkur og ger- ilsneyddrar mjólkur. 4) Að afla upplýsinga um efna- samsetningu helstu mjólkur- afurða m. a. séríslenskra af- urða eins og skyrs og skyrmysu. Mikill skortur hefur verið á ís- lenskum upplýsingum af þessu tagi. Má nefna að vörumerkingar fyrir mjólk og mjólkurafurðir eru orðnar úreltar. Þá hefur vantað upplýsingar um næringargildi sér- íslenskra afurða eins og skyrs. Þessar upplýsingar koma einnig að miklu liði við vinnslu mjólkur- afurða og vöruþróun. Þá eru þess- ar upplýsingar ekki síst fróðlegar fyrir þá sem standa að mjólkur- framleiðslu. Fyrri hluti þessa verkefnis stóð til ársloka 1982. Var þá búið að mæla hvítu, fitu, mjólkursykur og mjólkursýru; B,- vítamín, B2- víta- mín og C- vítamín og steinefnin kalk, magníum, fosfór, natríum og kalíum, auk þurrefnis og ösku. Seinni hluta á að ljúka á árinu 1983 og hafa þá bæst við vítamínin A, D og E og steinefnin járn, zink og kopar. Sýnataka Sýni af gerilsneyddri mjólk voru fengin frá sex framleiðslusvæðum: Mjólkurbúi Flóamanna (Selfossi), Mjólkursamlagi K.E.A. (Akur- eyri), Mjólkursamlagi K.B. (Borgarnesi), Mjólkursamlagi K.H.B. (Egilsstöðum), Mjólkur- samlagi Skagfirðinga (Sauðár- króki) og Mjólkursamlagi K.Þ. (Húsavík). Sýni af hrámjólk voru hins veg- ar aðeins tekin hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Helstu framleiðslu- staðir mjólkurafurða voru Mjólk- urbú Flóamanna, Selfossi og Mjólkursamlag K.E.A., Akur- eyri. Þrettán mjólkurafurðir voru rannsakaðar fjórum sinnum á ár- inu 1982 og þrjátíu og þrjár afurð- ir einu sinni. Hafa þá flestar af- urðir mjólkuriðnaðarins verið rannsakaðar a. m. k. einu sinni. Mjólkursýni voru tekin í öðrum hverjum mánuði. Alltaf var sýna- takan framkvæmd í byrjun mán- aðar. Þegar hér er talað um t. d. maímjólk er í reynd átt við nrjólk frá því um mánaðamótin apríl— maí. I mánuðunum milli þess sem mjólkursýni voru tekin var svig- rúm til að rannsaka mjólkur- afurðir. Með sýnatökunni var leitast við að ná sýnum sem gætu talist.með- almjólk fyrir hvert framleiðslu- svæði. Mjólkursýnin voru því hlið- stæð þeirri mjólk sem berst til neytenda og breytileiki eftir hreppum og búum átti að jafnast út. Til þess að ná þessu marki voru tekin sýni með jöfnu milli- bili, tvo daga í röð. Á þessum tíma átti að hafa borist mjólk af öllu framleiðslusvæðinu. Til sýnatök- unnar voru valdir miðvikudagar og fimmtudagar. Af gerilsneyddri mjólk voru teknar átta pökkunar- einingar meðan á vinnslu stóð. Af hrámjólk voru tekin jafnmörg sýni úr söfnunartanki. Sýnin voru flutt í kældum kössum eins fljótt og auðið var til RALA. Þar var mjólkinni blandað þannig að eitt sýni fékkst fyrir hvert framleiðslu- FREYR— 671

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.