Freyr - 01.09.1983, Side 36
bert o. fl.) að astma og enn annar
öndunarfærasjúkdómur í bændum
á Orkneyjum tengist mauramergð
í þurrheyi. Segir greinarhöfundur
að vera megi að eins sé þessu farið
á íslandi, en áður en það er athug-
að vill hann kanna tilvist maura í
íslensku heyi. í þeim tilgangi
rannsakaði höfundurj3urrheyssýni
sem safnað var á íslandi vorið
1981. í úrdrætti segir:
„í 36 heysýnum var fjöldi lif-
andi, kvikra áttfættlumaura frá 64
upp í 1.234.119 dýr í kg af heyi.
Nítján maurategundir fundust en
aðeins fimm þeirra, samtals
96.7% af dýrunum, mynda eigin-
legt heymaurasamfélag. Þessar
tegundir eru:
Tarsonemus sp. (ekki lýst
áður), Lepidoglypus destructor,
Acarus farris, Tydeus interuplus
og Cheyletur Eruditus. Grunur
leikur á að tegundirnar L. destruc-
tor og A. farris séu meðal helstu
lífvera er valda langvinnum sjúk-
dómum í öndunarfærum íslenskra
bænda er vinna við þurrhey."
Heymæði í íslenskum hestum.
Rannsóknir á feliimótef num og
aðrar athuganir.
Höfundar: Porkell Jóhannesson,
Eggert Gunnarsson dýralœknir og
Tryggvi Ásmundsson.
Útdráttur.
Heymæði er algengur ofnæmis-
sjúkdómur í hestum og mönnum
af vöidum örvera í mygluðu heyi.
Teknir voru til rannsóknar 18
heilbrigðir hestar, 15 hestar sem
haldnir voru heymæði, og 23
skyldleikaræktaðir hestar.
Könnuð voru mótefni í sermi gegn
hitasæknu geislasveppununt
Micropolyspora faeni og Thermo-
actinomyces vulgaris og sveppun-
um Aspergilus fumigatus, Alter-
naria, Penicillium og Rhizopus.
Auk þess voru gerð fellipróf fyrir
M■ faeni, T. vulgaris og A. fumi-
gatus í sermi úr 82 ættbókarfærð-
um stóðhestum. Rannsóknir þess-
ar taka þannig samtals til 138
hesta.
Fellimótefnin gegn M. faeni
fundust í sermi allra hesta með
heymæði, en að jafnaði ekki í
sermi heilbrigðra hesta. Bendir
það til þess, að M. faeni sé, eins
og í mönnum, ein aðalorsök hey-
mæði í hestum. Niðurstöður þess-
ara rannsókna benda fremur til
þess, að samhengi sé milli aðbún-
aðar og fellimótefna gegn M.
Faeni í sermi en milli skyldleika-
ræktar og fellimótefna."
Klórkolefnissambönd (alla-, beta-
og gamma- HCH, DDT, DDD, DDE,
HCB og PCB-efni) í íslensku smjöri
1968—1982.
Höfundar Porkell Jóhannesson og
Jóhannes F. Skaftason.
Ákvarðað var magn ísómera hexa-
klórcýklóhexans (alfa-, beta- og
gamma-HCH), DDT og umbrots-
efna þess (DDD, DDE) í samtals
88 smjörsýnum frá íslenskum
mjólkurbúum á tímabilinu 1968—
1982.
Tímaritið íslenskar lanbúnar-
rannsóknir nota einkum menn
sem vinna við rannsóknir,
kennslu, leiðbeininear o. fl. varð-
andi landbúnað, en það á tvímæla-
laust líka erindi bænda. Áskriftar-
verð er aðeins kr. 100 á ári.
Ritið fer til útlanda og er notað í
ritskiptum. Nokkuð hefur verið
um að birtar hafi verið greinar á
ensku í ritinu þannig að það nýtist
sem flestum, útlendingum einnig.
íslenskar landbúnaðarrann-
sóknir er vandað rit að frágangi.
Venjulega koma út tvö hefti á ári.
Upplag þess er nú 1000—1200
eintök. Ritstjóri er Grétar Guð-
bergsson, aðstoðarritstjóri Gunn-
ar Ólafsson, ritið er prentað í
prentsmiðjunni Gutenberg.
Auk þessa vísindarits gefur
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins út í litlu upplagi Fjölrit RALA.
Upphaflega var ritið hugsað sem
hálfgildings vinnuheimild innan
stofnunarinnar. Birtast þar fjöl-
breyttar upplýsingar um landbún-
aðarrannsóknir sem ekki eru þó
fullnaðarskýrslur. Umsjón með
því riti hefur Tryggvi Gunnarsson.
Ljóst er að mikið er til af rituð-
um fróðleik um niðurstöður marg-
víslegra landbúnaðarrannsókna
sem nú hafa komið bændum að
gagni eða geta gert það í framtíð-
inni.
J.J.D.
BÆNDUR
BÍLAVERKSTÆÐI
OG AÐRIR EIGENDUR
LAND-ROVER BIFREIÐA
ATHUGIÐ!
HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG
BODDÝHLUTA í LAND-ROVER
EINNIG VARAHLUTI í RANGE-
ROVER OG MITSUBISHI
ÞEKKING OG REYNSLA
TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
HEILDSALA - SMÁSALA
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
684 — FREYR