Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 15
Þrír af hverjum fjórum
bændum í Eyjafirði halda kúaskýrslur.
segir Guðmundur Steindórsson, ráðunautur.
/ Eyjafirði halda rúmlega 74% af mjólkurframleiðendum kúaskýrslur og á búum þeirra
eru rúmlega 76% afkúnum í héraðinu, sagði Guðmundur Steindórsson, nautgriparœkt-
arráðunautur. Eyfirðingar og Suður-Þingeyingar eru allra manna duglegastir við að
fœra skýrslur um nautgriparækt sína.
f
í Eyjafirði eru margir siyngir kúa-
bændur. Meðalnyt árskúa árið
1982 var 4 039 kg, en meðalfita
4,27%. Meðalnyt árskúa fór fyrst
yfir 4.000 kg árið 1971 en hefur
komist hæst í 4.054 kg árið 1979.
Fóðrun kúa í Eyjafirði er yfir-
leitt allgóð, vetrarfóðrun er þó
mun nákvæmari en sumarfóðrun
segir Guðmundur. Menn vita
meira um fóðrið á veturna vegna
heysýnanna, en gengur aftur verr
að átta sig á sumarbeitinni. Þeir
sem voru með hæst innlegg eftir
árskú árið 1982 voru feðgarnir
Hreinn Kristjánsson og Sigurgeir
Hreinsson á félagsbúinu á Hríshóli
í Saurbæjarhreppi með yfir 5000
kg eftir árskú og Viðar Þorsteins-
son á Brakanda í Hörgárdal með
um 4900 kg og Sigurður Ólafsson í
Syðra-Holti í Svarfaðardal með
um 4800 kg.
Þau SyðraHoltshjón, Ásdís
Óskarsdóttir og Sigurður hafa
Sigurgeir á Hríshóli með kostagripinn Fífu. Hún mjólkar þyngd sína á tiu dögum.
(Ljósm. J. J. D.j.
Hausinn af kynbólatarfinum Sokka trónaði upp á vegg yfir naulgriparœklarskýrslum
Eyfirðinga á gömlu skrifstofu B.S.E. (Ljósm. J. J. D.).
FREYR — 943