Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 30
Þá höföuö þið þó minni tækifæri tii leiðbeininga meðan svæðin voru stærri. Ég skil það ekki enn hvernig mað- ur lét hafa sig í það. Ef við tökum sem dæmi árin urn 1970, þá er ég hér með svæði sem nær frá Siglu- firði austur á Langanes og á því En þú segir að lögin geri ekki ráð fyrir að byggingafulltrúar veiti sérfræðiþjónustu — að þeir séu eingöngu eftirlitsmenn. Já þeir hreinlega mega það ekki, starf þeirra er að fylgjast með og líta eftir. Áður, meðan við vorum með stærri umdæmi bar okkur skylda til að leiðbeina. Þá var þetta einkum ráðleggingaþjón- usta. Margir bcendur eiga erindi í Óseyri 2. Gísli Porleifsson bóndi á Hofsá og Hlyni sonur hans komu á meðan fréttamaður Freys stóð við. (Ljósm. J. J. D ). safna saman erindunum og við afgreiddunr þar allt upp í 15 erindi á fundi. Þú nefndir áðan að þið veittuð þjónustu sem ekki væri ákvæði um í lögum. Þarf sú byggingaþjónusta ekki einmitt að vera fyrir hendi úti um landið? Jú hún þarf að sjálfsögðu að vera til reiðu í strjálbýli. í stærri bæjum getur húsbyggjandinn leitað til iðnmeistara, verkfræðinga og arkitekta og hvers sem hann vill. En úti í hinum dreifðu byggðum hafa menn ekki neina aðstöðu til þess að gera slíkt, það er líka kostnaðarsamt. Auk jress eru líka ýmis smáatriði sem vefjast fyrir mönnum, sem ákaflega auðvelt er að leysa, en verða ekki leyst nema á staðnum. Hugsaðu þér mín kœra. Fyrst mönnum hefur tekist að reisa svo fagra byggingu á 18. öld, hversu fagrar byggingar eiga menn ekki eftir að reisa á 20. öld? svæði voru í byggingu á þessum árum langt á fjórða hundrað bygg- ingar, þannig að þetta var náttúr- lega algerlega útilokað. Hins veg- ar fékk ég aðstoðarmann árið 1974 og kom það til upp úr veik- indum sem ég varð fyrir. Þá léttist starfið mikið, þetta var ágætur maður sem tók á sig ferðalög fyrir mig og gegndi þessum störfum prýðilega. Nú er hann bygginga- fulltrúi í Þingeyjarsýslum, Einar Jóhannesson, sem búsettur er á Húsavík. Nú koma þessi ráðleggjandi störf ekki inn í myndina nema á baksamningi sem við gerum við Stofnlánadeildina. Mér finnst það ekkert verra, því ég hef miklu meiri ánægju af starfinu í þeim mæli sem maður getur verið ráð- gefandi. Því er verr að það er alltaf verið að gera umsóknir um byggingaframkvæmdir flóknari og flóknari og meiri kröfur eru gerð- ar til húsbyggjandans urn að hann verði að standa í ýmsum pappírs- viðskiptum við opinbera aðila og það er ekkert eðlilegt að menn 958 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.