Freyr - 01.12.1983, Síða 19
ar efnavöntun í fóðri. Hin tilfellin
má rekja til óhappa. Þegar Ijóst
var að fóðrið var ekki fullnægj-
andi, var farið að gefa þurrger í
fóðrið og lífkjúklingafóðurblanda
fengin til íblöndunar. Tók þá fyrir
leiðindin og eftir að ungarnir
komu til sjávar þann 22. júlí öðl-
uðust þeir fullt traust á matargjöf-
inni og runnu upp eins og gor-
kúlur.
Ungarnir vöndust við sund, sull
og köfun frá 2ja daga aldri og
urðu fljótt vatnsþolnir.
Eins og undanfarin ár hændist
geldfugl að ungunum, en þeim var
lítið um þær fóstrur gefið. Ungun-
um var gefið daglega með sjávar-
beit í 10 daga og tvisvar úr því með
eins og tveggja daga millibili.
Um miðjan september var enn
slangur af ungum heima við bæ í
Oddsstaðalónum.
Eyfirskir bændur nota mikiö
leiðbeiningaþjónustuna.
Frh. afbls. 940.
Kartöflurækt
Það er sérstaklega verið að sinna
stofnræktun á útsæði í samráði við
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, sagði Ólafur. Undanfarin ár
hafa tólf til fjórtán bændur í Eyja-
firði stofnræktað kartöflur og er
unnið að því að rækta upp
heilbrigða stofna til útsæðis. Ar-
angur er greinilega að skila sér
núna, einkum hjá Gullauga. Við
höfum eftirlit með görðum og
skoðum þá um mánaðamótin
ágúst—september og einnig
skoðum við kartöflur úr þeim
seinni part vetrar. Sigurgeir Ólafs-
son sérfræðingur í jurtasjúkdóm-
um er með Ólafi við þetta starf.
Ofurlitlar tilraunir í kartöflu-
rækt hafa verið í gangi á vegum
búnaðarsambandsins með aðstoð
Tilraunastöðvarinnar á Möðru-
völlum.
Kartöfluræktunin í Eyjafirði er
aðallega á fjórum svæðum í
Höfðahverfi, á Svalbarðströnd og
í Öngulstaðahreppi, og nokkuð í
Glæsibæjarhreppi. Ólafur sagði
Ungarnir í kappsundi heim til gjafar. (Ljósm. Á. G. P.).
að í haust hefði kartöfluuppskera að mestu brugðist inni í Öngul- staðahreppi en aftur orðið tíu til tólfföld úti í Höfðahverfi, en þar hefði snjórinn hlíft jörðinni meira en innar í firðinum.
Hið opinbera mælirfyrir.... Frh. afbls. 936. Það kom fram í samtölum við suma ráðunautana að þeim finnst of mikið af tíma þeirra fara í að sinna verkefnum sem eru ekki beinlínis faglegs eðlis. Væri það enn verra fyrir þá sök, að eyfirskir bændur nota leiðbeiningaþjónust- una í vaxandi mæli. J. J. D.
Molar 11
Afullun
Afullun á gærum er nú að hefjast
aftur hjá verksmiðjum Iðnaðar-
deildar SÍS á Akureyri, en eins og
ýmsir vita var hún ein fyrsta fram-
leiðslugreinin þegar Sambands-
iðnaðurinn hófst þar fyrir 60
árum. Jón Sigurðarson aðstoðar-
framkvæmdastjóri skýrði svo frá
að því miður hefði dálítill hluti af.
úrgangsgærum og mislitum gærum
verið fluttur út óunninn á undan-
förnum árum. Á síðasta ári hefði
eftirspurn eftir svörtum gærum
minnkað, og þá hefði einnig orðið
að hefja útflutning á þeim óunn-
um og söltuðum. Þetta hefði getað
stefnt í nokkurt óefni og dregið úr
atvinnu, en þessar gærur voru að-
allega fluttar út til afullunarstöðva
á Englandi og Spáni. Fyrir
skömmu var ákveðið að snúa vörn
í sókn og hefja afullunina aftur hér
heima, enda er hér um að ræða
úrvals hráefni til leðurvinnslu.
Þessi vinnsla er nú að hefjast, en
hún verður til þess að auka veltu
skinnaiðnaðarins, fjölga þar
starfsfólki og gera honum kleift að
vinna úr öllum þeim gærum sem
honum berast, auk þess sem þetta
gæti orðið til þess að leðursútun
byrjaði þar aftur. Ullin af gærun-
um verður nýtt hér innanlands, en
skinnin verða fyrst í stað flutt út
pækluð, mest til Englands og ítal-
íu þar sem þau verða einkum
notuð til fatnaðarframleiðslu.
(Sambandsfréttir).
FREYR — 947