Freyr - 01.12.1983, Qupperneq 31
Jósavin Gunnarsson byggingarmeistari sinnir m. a. fasteignamatsmálum hjá embœtt-
inu. (J. 3. D.).
geti sjálfir gengið frá þeim málum.
Hins vegar finnst mér það svo-
lítið sorglegt að sumir hafa haldið
að við værum einskonar svipa á þá
og værum að auka byrgðina og
eiginlega til trafala. Það hefur
lengi legið í landi að menn, sér-
staklega bændur, vilja gera hlut-
ina eftir sínu höfði, en lög eru nú
einu sinni lög og þeim verður að
framfylgja. En bændur borga ekk-
ert meira fyrir það þó við komum
til þeirra. Þessi kostnaður dreifist
á alla íbúa svæðisins.
Hver greiðir kostnaöinn við
skrifstofu byggingafulItrúa?
Stofnlánadeildin greiðir 30% af
honum, síðan tökum við sam-
kvæmt lögum leyfisgjöld af öllum
byggingum sem samþykktar eru.
Það sem á vantar dreifist á ibúana
eftir höfðatölu. Sem dæmi um
þann kostnað þurfti hver íbúi að
greiða 143,00 krónur í fyrra. Og
þá erum við hér tveir menn, sem
önnumst þessa þjónustu og höfum
hér eins og þú sérð fyrirmyndar
húsnæði.
Ég vil líka taka fram að geysileg
hagræðing varð að því þegar við
fluttum í lok ársins 1981 í sama hús
og búnaðarráðunautarnir, eru og
Rannsóknastofa Ræktunarfélags
Norðurlands. Hér geta menn
komið og fundið alla þessa aðila
undir sama þaki.
Aðstoðarmaðurinn er bygginga-
meistari og bóndi.
Jósavin Gunnarsson er bygginga-
meistari og hafði auk þess unnið
um árabil við landbúnaðarbygg-
ingar. Hann er ættaður úr sveit og
er að svolitlum parti til bóndi enn
á bæ hér í nágrenninu. Og ég tel
að ég hafi haft miklu meira gagn
af honum heldur en að ráða ein-
hvern sprenglærðan tæknimann,
sem mest af æfinni hefur þá setið
við teikniborðið og lítið gert að því
að negla. Hann hefur reynst hinn
ágætasti starfsmaður og vel í stakk
búinn að ráðleggja mönnum í
smáatriðum hvernig þeir skuli
standa að hlutunum.
Bændur eru ekkert annars flokks
fólk.
Þessar nýlegu breytingar á bygg-
ingalöggjöfinni hafa átt erfitt upp-
dráttar í flestum héruðum á
landinu og það eru hreinustu mis-
tök. Bændur eru ekkert annars
flokks fólk sem ekki getur greitt
gjöld samkvæmt lögum eins og
aðrir og ég er ekkert viss um að
þeim þyki neitt vænt um það að
einhverjir séu að gefa þeim
eitthvað sem þeir eiga lögbundið
að borga. Enda hafa engir fjár-
hagslegir árekstrar orðið um
rekstur þessa embættis.
Við höfum aftur á móti þá hug-
mynd hér að víkka eigi starfssvið
þessarar skrifstofu, á henni eigi að
vera hliðargrein sem þjóni litlu
þéttbýlisstöðunum betur á þessu
svæði. Við viljum geta aðstoðað
þá við vanalegar mælingar og
teikningar á götum og slíkt. Sú
starfsemi má þó ekki vera lög-
bundin byggingafulltrúaembætt-
inu þar sem það á að vera þjón-
ustuskrifstofa. En þá myndu smá-
þorpin greiða fyrir þessa þjónustu
tímakaup sem væri í hlutfalli við
mánaðarlaun viðkomandi starfs-
manns og yrði hún því ekki seld á
topptaxta tæknimanna.
Það er þegar kominn að þessu
vísir, til dæmis höfum við hér
aðstoðað mikið smáþorp eins og
Árskógssand og Hauganes og
töluvert í Hrísey.
Fasteignamat.
Með nýju reglugerðinni tókum við
allt fasteignamat og allar upplýs-
ingar gagnvart opinberum stofn-
unum sem sveitarstjórnir hafa
þurft að láta í té. Og frómt frá sagt
var mjög slæmt ástand varðandi
fasteignamat. Bæði voru þar inni í
byggingar sem búið var að rífa.
Þar að auki voru stærðir bygging-
anna oft rangar. Það tók Jósavin
Gunnarsson upp undir ár að reyna
að koma þessu í nokkuð gott horf.
Auk þess var mjög algengt að hús
kæmust ekki inn í fasteignamat í
mörg ár eftir að þau voru byggð.
Þar sem hér er um að ræða einn af
tekjustofnum sveitarfélaga er
þetta ekki lítið atriði. Allar aðrar
upplýsingar um byggingafram-
kvæmdir á svæðinu sem hið opin-
bera þarf að fá að vita um eiga að
fara um þessa skrifstofu. Sveitar-
stjórnarmenn eru velkomnir hing-
að með öll sín vandamál hvað
þetta snertir. Við reynum að leysa
úr því eftir bestu getu.
J. J. D.
FREYfí — 959