Freyr - 15.01.1984, Side 8
Tónninn___________________________________________®
Hólmgeir Björnsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Ný viðhorf í leiðbeiningum
Töluverð breyting hefur orðið á stöðu landbúnaðar hér á landi á síðustu árum.
Jafnframt hefur þess gætt í vaxandi mœli að ungir búfræðikandídatar kjósi fremur að
snúa sér að búskap eða öðrum störfum en að starfa sem ráðunautar. Á sama tíma og
skortur er að verða á ráðunautum, er mikið sótt í nám á ýmsum öðrum sviðum, þar sem
atvinnuhorfur virðast vera dekkri.
Það er því ástæða til að staldra við
og íhuga hvað sé framundan og
hvort ekki þurfi að umbylta ráðu-
nautaþjónustunni og aðlaga
skipulag hennar og menntun ráðu-
nauta nýjum viðhorfum, þar sem
tölvunotkun gegnir veigamiklu
hlutverki.
Framan af öldinni átti sér stað
gagnger enduruppbygging á ís-
lenskum landbúnaði samhliða
fólksflótta úr sveitum. Um tíma
var jafnvel skortur á íslenskum
landbúnaðarafurðum á markaði.
Einkum var uppbyggingin ör eftir
stríð. Þá voru ráðnir til starfa
héraðsráðunautar, sem flestir
höfðu hlotið menntun sína í ný-
stofnaðri framhaldsdeild við
Bændaskólann á Hvanneyri.
Fengu þeir það áhugaverða hlut-
verk að leiðbeina við þessa miklu
enduruppbyggingu í sveitum og
sáu mikinn árangur af starfi sínu.
Þegar komið var fram undir
1960 var framleiðslan komin fram
úr markaðsþörfum innanlands.
Ennþá var samt mikið starf óunn-
ið um allt land við að bæta bú-
skaparaðstöðuna. Þessum endur-
bótum fylgdi að jafnaði nokkur
aukning á framleiðslu og var um-
frammagnið flutt út, oftast langt
undir kostnaðarverði. Uppbygg-
ing á jörðum til framleiðslu-
aukningar hélt lengur áfram en
markaðsaðstæður í rauninni
leyfðu. Verðbólgan réð að sjálf-
sögðu miklu um það, en einnig
varð pólitísk tregða á Alþingi 1972
þess valdandi, að ekki var unnt að
breyta um stefnu. Kólnandi tíðar-
far um 1965 kallaði á áframhald-
andi átak í ræktun, og þar við
bættist stöðugur samdráttur
byggðar. Allt þetta varð til þess,
að unnt var að slá því á frest að
horfast í augu við offramleiðslu-
vandann. Ráðunautar fengu enn
að sjá uppbyggingu í umdæmum
sínum.
Snemma fór að bera á því, að
störf ráðunauta væru fremur
skýrslugerð og eftirlitsstörf ýmiss
konar en eiginleg leiðbeiningar-
störf. Þegar uppbyggingu í sveit-
um er að miklu leyti lokið og
búskapur búinn að fá á sig nokkuð
fast snið að nýju, er eðlilegt að
ráðunautastörf veki minni áhuga
en áður, nema þeim verði breytt,
bæði aðferðum við leiðbeining-
arnar og menntun ráðunautanna.
Leiðbeiningarnar mega ekki
stefna að framleiðsluaukningu að
því skapi, sem áður var, heldur
því, hvernig ná megi aukinni hag-
kvæmni, t. d. með sem bestri nýt-
ingu á þeirri fjárfestingu, sem þeg-
ar hefur verið gerð, eða hvernig
draga megi úr tilkostnaði að
óbreyttri framleiðslu. Þeir ráðu-
nautar, sem leiðbeina bændum á
þessu sviði, verða eins konar hag-
ræðingarráðunautar, en vegna
sérstakra verkefna og nýrra bú-
greina verða kallaðir til sérhæfðir
fagráðunautar.
Tölvutæknin er mikilvæg nýj-
ung, sem getur valdið byltingu í
leiðbeiningaþjónustunni, ef rétt er
á haldið. Til þess að það geti
orðið, þarf að fara saman öflug
vinna að gerð nauðsynlegra forrita
og breytt menntun ráðunauta.
Um alllangt skeið hefur tölvu-
tækni verið beitt við uppgjör á
búfjárræktarskýrslum og búreikn-
ingum. Fer það fram á skrifstofum
fjarri búunum. Eftir því sem
tækninni fleygir fram færist upp-
gjörið þó nær bændunum.
Með nýjustu tækni eru miklir
möguleikar á að beita tölvutækni
á skrifstofum héraðsráðunauta og
heima á búunum sjálfum. Um
48 — FREYR