Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1984, Qupperneq 11

Freyr - 15.01.1984, Qupperneq 11
Á meðan kanínan er að ala upp unga þarfhún „eitt herbergi ogeldhús". Iþessu hólfi er hún fóðruð en í hólfi til hcegri er hreiðrið. þeir sem eru stærstir í framleiðslu á angórahári, og hafa verið það undanfarið, eru Kínverjar. Þaðan kemur yfir 90% af angórahári sem unnið er úr í Þýskalandi. Önnur lönd sem getið hafa sér nokkurt orð í kanínurækt eru auk Þýska- lands, Frakkland, Bandaríkin og Danmörk. Svo að ég víki aftur að ferð okkar þá kenndu Þjóðverjarnir okkur um fóðrun dýranna, hirð- ingu þeirra og klippingu, og síðast en ekki síst var mikil áhersla lögð á kynbætur dýranna, en á þeim byggist góður árangur. Undir- staða kynbóta er skýrsluhald og samvinna kanínuræktarmanna, en þessi starfsemi fer þarna öll fram á félagslegum grundvelli. Hvenœr komu svo dýrin? Við fórum í þessa ferð í júní 1981 og þarna lögðum við drög að kaupum á 40 angórakanínum. Þær voru valdar frá mörgum búum, valin dýr, og þess gætt að þau væru sem óskyldust til að við fáum síður of mikla skyldleikarækt yfir okkur. Við sóttum svo um innflutnings- leyfi og öfluðum okkur tilskilinna gagna svo sem heilbrigðisvottorða o. fl. Dýrin komu svo til landsins 29. september 1981 og voru öll flutt á einn stað í sóttkví, en það var á Kjóastöðum í Biskupstung- um þar sem þau voru í hálft ár. Það kom ekkert sérstakt upp á og við máttum taka kanínurnar heim. Kanínunar áttu enga unga með- an þær voru í sóttkví en síðan fór þeim að fjölga en þó hægt í fyrstunni og eru þær nú komnar nokkuð víða um land. Eg hef síðan fjölgað mínum kanínum og seldi ekkert fyrr en nú í vor og á nú, á miðju sumri 1983, um 290 kanínur ef allt smátt og stórt er talið. Segjum nú að ég vildi hefja kan- ínurœkt, hvers þyrfti ég þá að gœta með fóður og fóðrun? Ef þú værir að fara út í þessa ræktun þá mundir þú spyrja sjálf- an þig hvers þú þyrftir með, og þá er það annars vegar hús og hins vegar fóður. Það er mikið atriði fyrir kanínuræktanda að hafa yfir hentugu húsi að ráða. Húsinu þarf að halda frostlausu, aðallega vegna þess að vatnið má ekki frjósa. Það þarf að vera bjart og heppilegast er að dagsbirtu njóti, en ekki endilega sólskins. Ég nefni þetta vegna þess að sumir hafa reynt að nota kjallarakompur með litlum gluggum, en þar líður kanínunum ekki nógu vel. En hvernig fer skammdegið með þær? Skammdegið er eðlilegur hlutur fyrir þær og þær vilja síður eiga unga á þeim tíma, en þær safna hári þá engu síður en á öðrum tíma. En nú er meira skammdegi hér en á heimaslóðum þeirra? Já, miklu meira, en það gerir þeim ekkert til. Það getur að vísu valdið nokkrum erfiðleikum nú í upphafi fyrir þann sem vill fjölga kanínum sínum ört en fyrir okkur á það ekki að koma að sök nema næstu misserin meðan við erum að ná stofninum upp. Það er þó hægt að draga úr þeim áhrifum sem skammdegið veldur með ýmsum ráðum, t. d. má lengja daginn með aukinni lýsingu og einnig hefur rétt fóðrun mikið að segja. Fóðrið? Aðalfóðrið er gras og hey og það er ágætt fyrir okkur hér. Svo er það grænmeti svo sem kál, rófur og þess háttar en það hentar þeim mjög vel. Allt blautfóður er þó gefið með þurru heyi en ekki eingöngu. Kartöflur eru ekki heppilegt kanínufóður nema í litl- um mæli. Svo er til sérstakt kanínufóður, kögglað, sem er gefið ýmist sem viðbótarfóður eða sem aðalfóður, t. d. handa ungamæðrum. Þess má geta að trénisríkt gróft hey hentar betur en kjarnmikið fíngert hey. Hvað er gefið oft á dag? Angórakanínur eru yfirleitt fóðr- aðar einu sinni á sólahring og það er reynt að láta þær éta upp. Fóðurmagn á ári á fullorðna kanínu? Það er mjög breytilegt eftir því hvort um er að ræða kvendýr sem eiga unga og ala þá upp eða full- vaxin dýr sem bara safna hári. Ef þau eru t. d. fóðruð á þurrheyi og til viðbótar á kanínukögglum, en það er einfaldasti fóðurmátinn, þá þurfa þau um 100—200 grömm af heyi og 50—60 grömm af kanínu- FREYR — 51

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.