Freyr - 15.01.1984, Side 16
sóknum, og nýjungar í áburðar-
notkun eru ekki ráðlagðar fyrr en
þær hafa verið reyndar á reynslu-
búum, þannig að heildaráhrif
þeirra, m. a. á heilbrigði og nyt
kúnna, hafi komið fram.
Hugmyndir Páls.
í fyrri greinum hefur Páll Berg-
þórsson oft bent á möguleika þess
að jafna heyfeng milli ára með því
að haga áburðarnotkun eftir
sprettulíkum að vori. Telur hann
þetta einkum mikilvægt til að geta
staðist samfelld kuldatímabil, sem
ekki er unnt að mæta með söfnun
fyrninga. Er þetta mjög athyglis-
verð hugmynd, sem tæplega hefur
verið sýndur sá sómi, sem vert
væri. Geri ég í annarri grein til-
raun til að bæta úr því.
Til þess að unnt sé að bregðast
við slæmum sprettulíkum að vori
með aukinni áburðargjöf, þarf
áburði að vera svo í hóf stillt í
meðalári, að unnt sé að ná umtals-
verðum sprettuauka með viðbót-
aráburði, þegar verr árar. Skoðun
Páls er, að sú áburðarnotkun, sem
hér tíðkast, um 110—115 kg N/ha
auk búfjáráburðar, sé full mikil til
að gefa æskilegt svigrúm til að
jafna sprettu milli ára með áburð-
argjöf. Hefur hann því miðað við
lægri áburðarskammta, þegar
hann útskýrir hugmyndina. Hygg
ég, að það sé ástæða þess, að hann
hefur farið að velta vöngum yfir
því, hvort ekki kunni að vera
hagkvæmt að bera minna á í með-
alári en nú er gert.
Páil vitnar í grein sinni í skýrslu
um reiknilíkan af mjólkurfram-
leiðslu kúabús. Er þar að finna
ýmsar þær hugmyndir og for-
sendur, sem h'ann notar til að
endurmeta hagkvæmni áburðar-
notkunar. T. d. er þar gert ráð
fyrir því, að bændur geti stækkað
tún og dregið með því úr áburðar-
kaupum, og einnig, að með því að
bæta nýtingu og gæði heys megi
draga úr áburðarkaupum, þótt
það verði fyrst og fremst til þess
að minnka þörfina á kjarnfóður-
kaupum.
Reiknilíkan, hvað er það?
Hér á undan hefur tvívegis verið
minnst á „reiknilíkön". Lesendum
Freys mun væntanlega flestum
ókunnugt, hvað við er átt, og skal
því farið um það nokkrum orðum.
Landbúnaður hefur tekið mikl-
um stakkaskiptum á liðnum ára-
tugum vegna nýtingar nýrra auð-
linda í þágu landbúnaðarfram-
leiðslunnar. Rannsóknir og til-
raunastarfsemi hafa gegnt veiga-
miklu hlutverki í þessari þróun og
sumpart verið forsenda hennar.
Pað hefur einkennt rann-
sóknirnar, að teknir eru fyrir
einstakir búskaparþættir og sýnt
hvaða áhrif nýjungar geta haft á
þá. Til dæmis má nefna, hvaða
áhrif notkun tilbúins áburðar hef-
ur á uppskeru af hverri flatar-
einingu. Hins vegar var á engan
hátt séð fyrir, þegar þessi áhrif
höfðu verið leidd í ljós, hvaða
áhrif þessi áhrifamikla nýjung
myndi hafa á búskapinn í heild,
svo sem stækkun búa og fækkun
bænda, sem fylgdi í kjölfarið, og
þaðan af síður áhrifin á náttúrufar
í landinu. Hagkvæmnisútreikn-
ingar, sem miðaðir voru við af-
rakstur af flatareiningu, voru því
skammsýnt hagkvæmnismat og
sýndu allt aðra niðurstöðu en
endanlega fékkst. Svipað á við um
mat á öðrum nýjum rannsókna-
niðurstöðum, þótt áhrif þeirra
flestra séu mun veigaminni.
Ráðunautum, og þó fyrst og
fremst bændunum sjálfum, er að
jafnaði látið eftir að setja nýjar
niðurstöður í samhengi í bú-
skapnum. Þar þarf að taka tillit til
fleiri sjónarmiða en við túlkun á
einstökum rannsóknaniðurstöð-
um. T. d. getur verð erfitt að
koma því við að bera á á besta
tíma vegna anna við sauðburð.
Kröfur um magn og gæði heys
geta stangast nokkuð á, þegar
sláttutími er valinn, og þörfin á að
beita tún á vorin stangast á við
heyöflunarþörfina. Eftir því sem
rannsóknunum fleygir fram, fara
að koma í ljós fleiri hliðar á hverju
máli og erfiðara verður að setja
nýjar niðurstöður inn í samhengi.
Þá er unnt að grípa til þess ráðs að
tengja ýmsa þætti saman í stærð-
fræðilegu formi, sem hér er nefnt
reiknilíkan. Með því má prófa,
hvaða áhrif breyting á einum
búskaparþætti hafi á aðra og
hvernig eðlilegt sé, að brugðist
verði við breyttum skilyrðum.
Reiknilíkan það af kúabúi, sem
fyrr var nefnt, hefur ekki verið
kynnt lesendum Freys, en í ráði er
að bæta úr því nú á næstunni.
Svona reiknilíkan verður aldrei
svo „rétt“, að unnt sé að treysta í
blindni á niðurstöður þess, en þær
geta engu að síður verið mjög
gagnlegar. Ekki er tilefni til þess
hér að fella dóm um, hvort þetta
tiltekna reiknilíkan sé nægilega vel
gert. Hins vegar er ástæða til að
taka það fram, að forsendur, sem
eru taldar fullnægjandi í viðkom-
andi líkani miðað við það hlutverk
sem því er ætlað, geta verið ófull-
nægjandi í öðrum tilgangi.
Hvert er verðgildi heys?
í kennslubókum er víða sýnt með
einföldum dæmum, hvernig meta
skuli hagkvæmni áburðarnotkun-
ar. Er þá jafnan miðað við, að
uppskeran sé á föstu verði, óháð
uppskerumagni, og að kostnaður
sé í réttu hlutfalli við áburðargjöf.
Óttar Geirsson sýnir eitt slíkt
dæmi með grein sinni, en bendir
jafnframt á, að ekki sé einhlítt,
hvernig verðmæti uppskerunnar
skuli reiknað, og ekki er heldur
einhlítt að það haldist óbreytt,
þegar uppskera vex. Sjálfur miðar
Óttar þó við markaðsverð á heyi.
í rauninni er mat á hagkvæmni
áburðarnotkunar, sem og annarra
búskaparþátta, mjög flókið dæmi,
sem helst verður leyst með ítar-
legu reiknilíkani, sbr. kaflann hér
á undan, þótt það gefi enga trygg-
ingu fyrir „réttri“ lausn. Þekkingu
okkar eru takmörk sett, og niður-
staðan verður breytileg eftir bú-
skaparskilyrðum, sem ekki er
unnt að taka til greina í reiknilík-
aninu, og þau sjónarmið, sem
56 — FREYR