Freyr - 15.01.1984, Blaðsíða 22
Andrés Arnalds,
gróðureftirlitsmaður
Athugasemdirvegna
skrifa um fækkun stóðhrossa
Mér var að berast nóvemberheftið afFrey. Ánœgjulegt er að sjá að blaðið flytur œ meiri
fróðleik og upplýsingar um málefni landbúnaðarins á íslandi. í þessu hefti var
óvenjumikið um efni sem höfðaði sérstaklega til mín vegna starfa míns sem gróðureftir-
litsmanns Landgrœðslu ríkisins.
Meðal efnis sem ég staðnæmdist
við var grein sr. Halldórs Gunn-
arssonar í Holti sem hann skrifar í
tilefni af umræðum þeim sem hafa
átt sér stað undanfarið um fækkun
stóðhrossa. Sr. Halldór vísar í
henni til greinar eftir mig sem
birtist í septemberhefti Freys og
ber yfirskriftina „Stóðhrossum
þarf að fækka.“ Sr. Halldór virðist
ekki vera alveg sammála mér um
sumt af því sem þar stendur.
Þessi grein mín var fyrst og
fremst ætluð sem almennt yfirlit
og má því vera að sum atriði í
henni hafi þurft nánari skýringa
við. Mun ég víkja að nokkrum
þessara atiða hér á eftir og skýra
þau nánar.
Hross eru varasamari beitargripir en
bæði sauðfé og nautgripir.
Beinar íslenskar samanburðar-
rannsóknir á þessu sviði eru af
skornum skammti. Hins vegar ber
öllum erlendum heimildum sem
ég hef séð saman um að hross
gangi nær gróðri en annað búfé,
og sumir vísindamenn fullyrða
raunar að engar aðrar skepnnur
geti gengið eins nærri gróðri og
hrossin (Stoddart et al. 1975; Arn-
old og Dudzinski, 1978).
Ástæðan fyrir því hve hrossin
eru varasamir beitargripir er fyrst
og fremst sú, að þau hafa fram-
tennur í báðum gómum, auk þess
sem tannstaða þeirra er fremur
framstæð. Fyrir bragðið ná þau að
bíta nær jörðu en bæði sauðfé og
nautgripir sem aðeins hafa fram-
tennur í neðri góm. Rótnöguð
hrossahólf, sem of víða má sjá,
eru glöggur vitnisburður um þessa
staðreynd. Engin íslensk búfjár-
tegund getur gengið jafnnærri
gróðri og hrossin. Þungi þeirra,
harðir hófar og hvassar hófbrúnir
valda auk þess meira álagi á gróð-
ursvörð og efsta yfirborð jarðvegs
en ágangur annars fénaðar. í nýj-
asta hefti íslenskra landbúnaðar-
rannsókna er yfirlitsgrein með
gnægð heimilda um áhrif beitar á
gróður og nauðsyn þess að ekki sé
of nærri honum gengið.
Hross og sauðfé heyja beina
samkeppni um besta landið og bestu
beitarplönturnar þar sem þeim er
beitt saman.
Lítið er um íslenskar rannsóknir á
þessu sviði. Erlendum heimildum
ber hins vegar flestum saman um
að hross taki heilgrös fram yfir
annan gróður. Þessar eftirlætis-
tegundir hrossanna eru þær sömu
og sauðfé kýs sér helst og jafn-
framt kjarnbestu beitaplönturnar.
í beitartilraunum með hross sem
gerðar voru á framræstu mýrlendi
í Kálfholti og Sölvaholti var áber-
andi að hrossin sóttu mest í
valllendisrima með skurðbökkum
og aðra bletti þar sem heilgrös
voru ríkjandi. Álag beitar á sjálf-
an mýrargróðurinn var hins vegar
minna. Ég hef fylgst með beitar-
nýtingu víða um land, bæði á há-
lendi og á láglendi. Mér virðist
meginreglan vera sú, að hrossin
sæki fyrst í þann gróður sem hent-
ar sauðfé best, en auki síðan nýt-
ingu á öðrum gróðri eftir því sem
kjörgróðurinn minnkar. Hross
sem beitt er með sauðfé valda
auknu álagi á besta beitargróður-
inn og minna verður aflögu handa
fénu. Afleiðingin verður því víðast
hvar minni afurðir fjárins vegna
lakari gæða þess fóðurs sem féð
nær að bíta.
Hagur margra bænda myndi vænkast
ef hrossum fækkaði.
Eins og áður segir, heyja hross og
sauðfé harða samkeppni um
kjarnbesta gróðurinn þegar þeim
er beitt á sama landið. Þeim mun
meira sem hrossin bíta, þ. e. því
fleiri sem þau eru, þeim mun
minna verður aflögu fyrir féð.
62 — FREYR