Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1984, Síða 25

Freyr - 15.01.1984, Síða 25
Ólafur R. Dýrmundsson landnýtingarráðunautur Fækkun hrossa er skynsamleg Athugasemdir og leiðréttingar vegna greinar séra Halldórs Gunnarssonar í Holti „Um nýja leiðbeiningaþjónustu í málefnum hrossabúskapar“, sem birtist í 21. tbl. Freys 1983. Margt hefur verið skrafað og skrifað um hrossaeign landsmanna síðustu mánuðina. A tímabili í sumar var töluvert fjallað um málið í ríkisútvarpinu, en hvati þeirrar umfjöllunar voru tvö stutt útvarpsviðtöl sem Bjarni Sigtryggsson fréttamaður átti við frænda sinn, Gunnar Bjarnason, ráðunaut, í júlímánuði. Greinilega hafa Bjarna þótt mál- efni hrossabúskapar og hesta- mennsku áhugaverð því að næstu vikur á eftir átti hann útvarpsvið- töl við ýmsa menn tengda þessum málum, sérstaklega með tilliti til beitar hrossa. Sumir hestamenn voru viðkvæmir fyrir þessari opin- skáu umræðu, töldu jafnvel út- varpið vera að reka áróður gegn íslenska hestinum. Við bættist að Gunnar Bjarnason kom af stað blaðaskrifum um hrossabeit og fleira, sem stóðu fram á haustið. Umræður stóðu sem hæst í fjöl- miðlum þegar fundur var haldinn í Bændahöllinni 15. ágúst sl. um hrossaeign og hrossabúskap í landinu með sérstöku tilliti til landnýtingar og markaðsmála. Fundarboðendur voru Búnaðarfé- lag íslands, Framleiðsluráð land- búnaðarins, Landgræðsla ríkisins og Stéttarsamband bænda. Af málflutningi sr. Halldórs á þeim fundi mátti ráða, að honum féll þessi umræða illa, og hann virtist tregur til að horfast í augu við þann raunveruleika sem blasti við og hefur reyndar gert um árabil. Því miður þurfti ég að fara af fundi um hádegi, hafði tilkynnt fundar- stjóra það áður en fundurinn hófst, og þar sem mælendaskrá var fullskipuð og menn þurftu margt að segja, tók ég ekki til máls. Það hefði ég gert síðar um daginn, ef ég hefði getað setið fundinn til enda. Einnig hefði ég greitt atkvæði með ályktun hans sem var samþykkt samhljóða eins og sr. Halldór víkur að í grein sinni. Villandi upplýsingar. í grein sinni fer sr. Halldór það frjálslega með tölur og staðreynd- ir, og málflutningur hans er á margan hátt svo einhliða og vill- andi, að ég tel nauðsynlegt að koma hér nokkrum athugasemd- um og leiðréttingum á framfæri. Hér tiltek ég þó aðeins þrjú dæmi um villandi tölulegar upplýsingar, en fleiri mætti nefna: 1) Sr. Halldór segir hross hafa verið um 40.000 í landinu á árabilinu frá 1910—1970. Op- inberar skýrslur sýna aftur á móti mikinn breytileika þannig að á þessu tímabili voru þau flest árið 1943 eða 61.876 og fæst árið 1963 eða 29.536. Árið 1970 voru þau 33.472 og 1982 voru sett á vetur 53.650 hross í landinu. Ekki ætla ég að leggja mat á hversu nákvæmlega hross hafa verið framtalin. Sú mikla fjölgun sem varð á liðn- um áratug, einkum frá 1970— 1977, var ekki öll í þéttbýli eins og sr. Halldór heldur fram. Víða í sveitum hefur hrossum fjölgað mikið, sérstaklega þar sem ekki voru mjög mörg hross fyrir. í stöku hreppi hef- ur þeim fækkað. (Heimild: Forðagæsluskýrslur). 2) Sr. Halldór áætlaði að óseldar birgðir hrossakjöts í haust yrðu 50 tonn, en raunin varð sú, að 1. september voru birgðirnar 180 tonn og þó höfðu nokkrir tugir tonna farið í refafóður og kjötmjölsvinnslu eða verið varpað á hauga. (Heimild: Framleiðsluráð landbúnað- arins). 3) Sr. Halldór segir samtals 3900 hross rekin í afrétti og aðeins í Húnavatnssýslum og Skaga- firði. Hið rétta er að einnig FREYR — 65

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.