Freyr - 15.01.1984, Page 30
Árni G. Pétursson
Silungsverkefni 1983
Samstarfsnefndin um silungsveiði og markaðsmál, sem skipuð er fulltrúum frá
Búnaðarfélagi íslands, Veiðimálastofnun og Landssambandi veiðifélaga vann á árinu
að verkefninu svo lengi sem fjárveiting frá Framleiðnisjóði, Framkvæmdastofnun og
Landbúnaðarráðuneyti hrökk til.
Áfram var haldið tilraunum með
herpinót, og athugun á meðhöndl-
un, vinnslu og dreifingu á silungi.
Einnig voru menn hvattir til að
veiða, og að notfæra sér markaði
þá sem voru fyrir hendi.
Austurlandsáætlun um silungs-
veiði og markaðsmál, sem byggir
á norrænu samstarfi hvatti og til
veiða.
Skipulag og vinnubrögð
Nefndarmenn skiptu með sér að
skrifa um störf og árangur á
árinu á þá lund að Jón Kristjáns-
son greinir frá veiðartilraunum,
Kristján Finnsson frá félagsmála-
starfsemi og fundum og Árni G.
Pétursson frá meðhöndlun, dreif-
ingu og sölu á silungi á árinu.
Strax um áramót fóru nefndar-
menn að athuga, hvað mætti
verða til að hvetja til veiða,
hversu verka skyldi vöruna og
hvaða leið væri heppilegust við að
koma silungi á markað.
í febrúarmánuði sátu nefndar-
menn fund með veiðibændum
norður í Fljótum í Skagafirði og
þar var hreyft þeirri hugmynd að
koma upp móttökustöð og fryst-
ingu á silungi í Haganesvík og
senda þaðan vöruna á markað.
Síðari hluta marsmánaðar var
rætt við fyrirtækið Asco um að
gerast dreifingaraðili á silungi á
Reykjavíkursvæðinu, og um sama
leyti var rætt við Kaupfélag Borg-
firðinga í Borgarnesi um móttöku,
vinnslu og verkun á silungi. Þá var
og vakinn áhugi einstakra stærri
mötuneyta, sjúkrahúsa og hótela
Unnið að fyrirdrœtti með dragnót í Sigurðarstaðavatni á Melrakkasléttu á vegum
starfsnefndar um silungsveiði og markaðsmál. Frá vinstri: Guðni Guðbergsson, Jón
Kristjánsson frá Veiðimálastofnun og Sigurður Alexandersson, bóndi á Sigurðarstöð-
um. (Ljósm. Árni G. Pétursson).
70 — FREYR