Freyr - 15.01.1984, Side 33
Doktorsritgerð um byggingu
og eiginleika íslenska hestsins
Dr. Þorvaldur Árnason.
Þorvaldur Árnason búfræðikandi-
dat varði doktorsritgerð við
sænska búnaðarháskólann í Upp-
sölum í Svíþjóð hinn 13. desember
sl. Andmælandi var Dale van
Vleck, prófessor við Cornellhá-
skólann í Bandaríkjunum.
Doktorsritgerð Þorvaldar heitir
á íslensku: Erfðarannsóknir á
byggingu og eiginleikum íslenskra
hesta. Á ensku heitir hún Genetic
Studies on Conformation and
Performance of Icelandic Töelter
Horses.
Dr. Stefán Aðalsteinsson var
einn af þrem mönnum í dómnefnd
um doktorsritgerð Þorvaldar, og
bað fréttamaður Freys hann að
segja frá efni hennar.
Ritgerðin fjallar um uppgjör á
einkunnum sem íslensk hross hafa
fengið á sýningum á tímabilinu
1962—1983, sagði Stefán. Þar
voru könnuð áhrif ýmissa þátta,
sem er óháðir erfðum á einkunn-
irnar, þ. á m. sýningarár, kyn og
aldur hestsins. Kannaðar voru
einkunnir fyrir tíu atriði og var
arfgengi þeirra á bilinu 0.13—0.53
eða að meðaltali 0.18. Reiknuð
var kynbótaeinkunn fyrir 3975
hross þar sem saman voru tekin
þau tíu atriði sem dómurinn náði
til.
Eiginleikarnir tíu eru:
Yfirsvipur — samræmi —
fætur — tölt — brokk —
skeið — stökk — vilji —
geðslag — og fegurð í reið.
Stefán sagði að ritgerðinni hefði
verið ákaflega vel tekið og hefðu
þær aðferðir við uppgjör sem Þor-
valdur hefur þróað og beitt í
rannsóknunum þótt hinar merk-
ustu. J.J.D.
Kanínurækt.
Frh. af bls. 54.
Hve stór voru þau bú sem þið
skoðuðuð í Pýskalandi?
Þau voru flest með á bilinu 50 til
300 dýr. Bændur þarna stunda
sjálfir kynbótastarfsemina og það
fylgist sjaldnast að, að vera með
mjög margt og stunda öfluga kyn-
bótastarfsemi.
Var þetta aðal lífsframfœri þessara
manna eða aukabúgrein?
Það var algengast að þetta væri
aukavinna en hitt var líka til. Þeir
stunduðu þar fyrir utan alls konar
störf og ekki endilega búskap.
Þetta var ekki síður stundað í
þorpum heldur en strjálbýli
þarna, sem er þó allt annað en
strjálbýli hér á landi, þar sem þar
er allt ræktanlegt land ræktað og
nytjað.
Annars er ég bjartsýnn á að úr
hárinu verði unnið hér innan-
lands. Við eigum sérstæða ull hér
á landi og ég held að við getum
framleitt hér mjög sérstæðar ang-
óraflíkur. Þetta eru tískuvörur og
við höfum náð góðum árangri í
framleiðslu og sölu ullarvara sem
við getum einnig nýtt í þessu
skyni.
Hve mörg dýr heldur þú að séu til
á landinu nú?
Það er erfitt að svara því, en þau
verða komin á annað þúsundið nú
um áramótin 1983/84. Um ára-
mótin 1982/83 voru til um 500 dýr.
Stundar þú kanínurœkt sem aðal-
búgrein eða aukabúgrein?
Ég er með lítilsháttar fjárbúskap
líka og smávegis af hrossum. Auk
þess sel ég hey, og er með smáveg-
is kornrækt, en kanínuræktin er
fyrirferðarmest Ég þarf líka svo-
lítið af heyi handa kanínunum.
Eru til aðgengilegir leiðbeininga-
bœklingar um kanínurœkt?
Já, en því miður ekki á íslensku,
ekki enn sem komið er, en unnið
er að því að bæta úr því. M.E.
Þakkarávarp
Ræktunarfélag Norðurlands flytur bestu nýjársóskir öllum
félagsmönnum sínum og öðrum þeim er sóttu það heim í tilefni
af áttræðisafmælinu á síðastliðnu vori, færðu því gjafir, veittu
aðstoð og sýndu því tryggð og hlýhug.
Félagið flytur þeim þakkir sínar fyrir góð samskipti fyrr og
síðar og þátt þeirra í að gera afmælisárið ógleymanlegt.
Rœktunarfélag Norðurlands.
FREYR — 73