Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1984, Qupperneq 36

Freyr - 15.01.1984, Qupperneq 36
Ritfregnir Nauðsynleg bók fyrir gróðurunnendur Ágúst H. Bjarnason íslensk flóra með litmyndum Eggert Pétursson geröi myndirnar AGUST H. BJARNASON ISLENSK FLORA meö litmyndum Á síðastliðnu ári kom út bókin íslensk flóra með litmyndum. Ágúst H. Bjarnason er höfundur hins ritaða máls, en Eggert Pét- ursson myndlistarmaður gerði myndirnar. Pessi bók er frábrugðin fyrri íslenskum flórum að því leyti að í henni er að finna auðnotaða lykla sem vísa til augijósra einkenna plantna svo og teiknaðar litmyndir af fjölda algengra tegunda. í bókinni er notað allt annað kerfi til þess að greina plöntur heldur en í hefðbundnum flórum. Hér er litur og gerð krónublaða notað til þess að þekkja og greina plöntur sem bera blóm með lit. Þess vegna hentar bókin vel byrj- endum í grasafræði eða reyndar öllum almenningi. Þessarar bókar hefur verið þörf hér, en flórur með svipuðu sniði hafa verið gefn- ar út í nágrannalöndum okkar eftir að litprentunartækni batnaði. Litmyndirnar í bókinni eru ágætlega vel gerðar og nákvæmar. Litirnir eru yfirleitt fallegir, en þó virðast þeir ekki alls staðar hafa skilað sér í litprentun, t. d. hefur rauður litur stundum tekið á sig brúnan blæ. Þess er vert að geta að nauðsyn- legt er að menn lesi vel formála höfundar fyrir bókinni til þess að hún nýtist þeim sem best. íslensk flóra er prýðileg bók á sínu sviði, handhæg fyrir notendur og sómi fyrir höfunda sína. Hún ætti að vera í handraðanum hjá öllum sem yndi hafa af gróðri. Bókin er 352 bls. Útgefandi er Iðunn. J.J.D. til að undirstrika það vandamál sem við er að etja. Sá mannafli og þeir fjármunir sem hér eru til reiðu nægja engan veginn til að halda uppi skipulegu eftirliti. Að- eins getur verið um tilviljunar- kenndar skyndikannanir að ræða. Virðingarfyllst Gunnar Sigurðsson deildarstjóri Eftirlitsdeildar Rala. Svör graskögglaverksmiðja Spurning nr. 2 Núverandi merking sekkja er framkvæmd skv. reglugerð útgef- inni af landbúnaðarráðuneytinu 27. júlí 1982 um breytingar á fyrri reglugerðum um eftirlit með fram- leiðslu á fóðurvörum, áburði og sáðvörum og verslun með þær vörur, en þar segir í 1. gr. „Núm- erakerfi skal gert þannig, að öll númer byrji á ártali og síðan verði allir sekkir að baki hverju fram- leiðslusýni með sýnisnúmeri, t. d. 82—01 (sýni nr. 1) o. s. frv. Merkja skal sekki með ártali og sýnisnúmeri og einkennismerki verksmiðju, á sölunótu skal færa þetta númer ásamt flokkun eftir því sem við á.“ Við framleiðslu og sekkjun vör- unnar liggja ekki fyrir efna- greiningar á vörunni, en í flestum tilfellum liggja þær fyrir við sölu hennar skv. ofanlýstu númera- kerfi, þannig að kaupandi getur fengið upplýsingar um efnainni- hald vörunnar sem hann kaupir. Eins og framkvæmd efnagreininga er í dag eru erfiðleikar á öðru fyrirkomulagi við merkingu vör- unnar. Spurning nr. 3 Við verðákvörðun á graskögglum hefur meirhluti þeirra er gera til- lögur um verð verið á þeirri skoðun að eitt verð skuli vera á graskögglum. Heimilt er að gefa afslátt frá því verði sem ákveðið er. Verksmiðjurnar hafa selt þá köggla er hafa lægsta eggjahvítu á lægra verði. Spurning nr. 4 Vísað til svars við spurningu nr. 3. Virðingarfyllst, F.h. Fóður- og fræframleiðslunar Stefán H. Sigfússon. F.h. Stórólfsvallarbúsins Fóðuriðjunnar Ólafsdal Graskögglaverksm. Flatey Árni Jónsson. 76 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.