Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 10
AFDRIF ORKU, SEM FELLUR ÁRLEGA Á FERMETRA VALLLENDIS. 72.000 kcal \ I hltun JarSvegs. \ Mynd 3. Sjá skýringar í texta. öndun. Sé jarðvegur með nægum steinefnum tiltækur og einnig sól- arljós, geta þættirnir raki og hiti ráðið úrslitum um vöxt plantn- anna. Vöxtur og þroski hinna ýmsu tegunda er þó misháður þessum þáttum. A norðlægum slóðum ná heim- skautaplöntur að þroskast við til- tölulega lágt hitastig þar sem þær njóta einnig lengri daglengdar til tillífunar og því meiri orku, sem suðlægari tegundir mundu varla geta nýtt við sama hitastig. Þessar norðlægu plöntur sem aðrar þurfa þó ákveðið hitamagn yfir vaxtar- tímann til þess að þroskast eða ná ákveðnum vexti. í heimskauta- löndum og einnig hér á landi fer saman lágt hitastig og raka- skortur. Til dæmis er vatn ótiltækt á vorin vegna jarðfrosta, enda þótt lofthiti sé nægur til vaxtar. Undantekning frá þessu er eðli- lega vöxtur plantna í gróðurhús- um. Raunverulega koma árlega aðeins 1 250 kcal á fermetra til nota í lífsstarfsemi plantna og fara í góðu graslendi um 450 kcal í öndun plantna en um 800 kcal í uppbyggingu vefja. Hafa þá að- eins 0,1% af þeirri 800 000 kcal orku sem úr var að spila á hverj- 320 kcal ærfóSur 40% \ 112 kcal N vlBhaldsorka. um fermetra lands bundist í plöntuvefjum eða 0,35% af nýtan- legri sólarorku. Orkunýting plantna er hins vegar mun lakari í mörgu öðru íslensku gróðurlendi. Sé litið á íslenskan gróður í heild mun orkunýtingin vera þriðjungi minni en á góðu snarrótarvalllendi eða aðeins 0,03% af heildarorku og 0,1% af nýtanlegu sólarljósi. Þessi meðaltala er mjög lág, borin saman við suðlægari gróður- lendi. Ber þess að gæta, að mikill hluti íslensks gróðurlendis er rýrar mosaþembur, holtagróður og ófrjóir lyngmóar, vaxnir tegund- um, sem ekki eru vel fallnar til mikillar orkunýtingar. Sýna má fram á, að árleg heildarframleiðsla af íslensku gróðurlendi sé um 1 200 milljónir kg af þurrefni í ofanvexti (1. tafla). Þetta þurrefnismagn er ým- ist vöxtur af ræktuðum túnum eða afrakstur af úthagagróðri, sem að mestu er óræktað land. Þó hefur hluti úthagans fengið nokkra ræktun. Áætla má, að íslensku túnin gefi árlega af sér um 550 milljónir kg þurrefnis. Hluti þessa þurrefnis er sleginn og hirtur sem taða (350 milljónir kg þurrefnis) eða sem túnbeit (125 millj. kg þurrefnis). Telja má, að þannig nýtist 85% uppskerunnar á tvo vegu, með slætti og beit, en 15% uppskerunnar verði eftir í sverðin- um eða verða á einhvern hátt ekki fóður fyrir búpening. Sá hluti er um 75 milljónir kg þurrefnis. Óræktaður úthagi gefur eðlilega mun minni árlega uppskeru en ræktað tún. Má áætla, að úthagi gefi árlega af sér um 600 milljónir kg af þurrefni. Hluti þess er nýttur með beit, eða 240 milljónir kg sem eru 40% uppskerunnar, en 360 milljónir kg þurrefnis, sem eru 60% framleiðslunnar, eru árlega skilin eftir. (Hér er um að ræða niðurstöður frá 1973). 1 þessari úttekt á heildarfóður- framleiðslu landsins má bæta því við, að mikill árlegur uppskeru- auki er af þeim úthaga, sem hefur fengið nokkra ræktun, og má áætla, að þessi uppskeruauki nemi í um 70 milljónum kg þurrefnis á ári. Eru þetta alls 1 200 milljónir kg af þurrefni (12 milljónir heyhesta). Sýna má fram á, að í hverju kg þurrefnis séu um 4 000 kcal, og eru því í öllu þessu fóðri 4,8xl012 kcal. (4. mynd). Hins- vegar var hér reiknað með að aðeins 785 milljónir kg af þurrheyi 90 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.