Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 33
efni frá þróuninni árin 1981 og
1982 fylgir hér mynd af tekjuskipt-
ingu eftir meöalnythæð á kúabú-
um búreikninganna 1982. Sam-
kvæmt henni, sem að vísu er gróf
viðmiðun, kemur fram að bú með
um og yfir 4000 lítra meðalársnyt á
kú (fl. 7) gefa rúmlega fimrn sinn-
um hærri tekjur, en bú með
meðalársnyt undir 2500 lítrum (fl.
1). Nemur þessi tekjumunur um
225 þús. kr. á meðalkúabú í bú-
reikningum 1982 og á verðlagi
þess árs eða með sama áframhaldi
um kr. 340 þús. 1983, miðað við
50% verðbólgu á rnilli þessara
ára. Það munar um minna.
Nákvæm krónutala skiptir hér
ekki höfuðmáli, heldur hinn gífur-
legi tekumunur, sem að megin-
hluta má beinlínis rekja til mis-
munandi nýtingar á afurðagetu
gripa á viðkomandi búum.
Gefur auga leið að tekjumunur
einstakra bænda er mun meiri en
þessi, þar eð hér er einungis um
meðaltöl flokka að ræða úr tiltölu-
lega litlu úrtaki bænda.
Þótt undirritaður hafi býsnast
yfir vinnu Ketils við að sanna að
verðhlatföll helstu rekstrarvara
bænda, áburðar og kjarnfóðurs,
annars vegar og afurða hins vegar,
hafi mikil áhrif á breytilega af-
komu bænda á milli ára, er mikill
misskilningur hjá Katli að ég telji
það lítil sannindi, síður en svo.
Hins vegar eru sveiflur milli ára
sem orsakast af þessum verðhlut-
föllum hvergi nærri eins miklar og
þær, sem eiga rætur sínar að rekja
til meðalafurða gripa á hverjum
tíma eins og hér hefur verið bent
á. A þessunr tveim ástæðum fyrir
breytileika í tekjum er einnig sá
veigamikli eðlismunur að um
verðhlutföllin geta einstakir
bændur litlu ráðið en aðfurðir á
grip eru að mestu eða öllu leyti
undir þeim sjálfum komnar.
Þannig fer ekki hjá því að það
atriði, sem mest áhrif hefur á
afkomu einstakra bænda er það
hversu lagnir þeir eru að nýta
afurðagetu hverrar skepnu á búi
sínu.
Þetta ætti mönnum að vera
a. m. k. jafnljóst og áhrif verð-
hlutfalla aðfanga og afurða á af-
komu bænda. Því virðist hins veg-
ar ekki að heilsa, jafnvel ekki hjá
þeim, sem gleggsta yfirsýn ættu að
hafa. Hvað veldur?
Þeir sem vinna að framleiðslu-
stjórnun í landbúnaði geta ekki
litið framhjá þessari staðreynd og
farsæl lausn næst ekki án þess að
verulegt tillit sé tekið til hennar.
Þarna verður að koma til samstarf
og samvinna leiðbeiningarþjón-
ustunnar og Framleiðsluráðs eins
og Ketill bendir réttilega á.
Þótt ekki sé stefnt hærra en svo
að t. d. afurðir kúa færist upp í um
4000 lítra meðalársnyt á næstu
árum þýðir það fækkun um ca.
6000 kýr að óbreyttri neyslu.
Ótrúlegt má teljast ef ekki er
hægt með samstilltu átaki, að
koma á slíkri fækkun yfir landið,
án þess að til verulegrar röskunar
komi. Má nefna breytta búskapar-
hætti, sem fela í sér fækkun kúa og
aukna heimaöflun, þannig að
nettótekjur haldist og helst vel
50 ára afmælis minnst
Nú eru liðin rúm 50 ár síðan einn
merkasti atburður í refaræktinni
átti sér stað, en þá sá fyrsti pla-
tínurefurinn dagsins ljós. Það
skeði þegar silfurrefalæða gaut 5
yrðlingum á Dýraeyju í
Tromsfylki heima hjá bóndanum
Martin Evertsen, 4 yrðlingar voru
venjulegir silfurrefir en sá fimmti
var mjög frábrugðinn. Trýnið var
hvítt og einnig voru fætur hvítir
ásamt búk. Síður voru einnig hvít-
ar með svörtum hárum, skottið
var dökkt og langt og hvítur hring-
ur um hálsinn.
Yrðlingurinn var skýrður Mons
og hann keypti annar refabóndi
sem hét Hans Kjær. Það gerðu sér
allir grein fyrir að yrðlingurinn
varð til fyrir stökkbreytingu, en
hvort þessir eiginleikar mundu
koma fram í afkvæmum Mons var
það og jafnist á sama tíma sem
mest.
Nefnd 4000 lítra meðalársnyt,
er þó langt frá því að vera full-
nýting á afurðagetu kúnna, enda
víða fyrir hendi. Furðu margir
hræðast þetta, einkum vegna gam-
alla kerlingabóka um að afurða-
semi sé af hinu illa og leiði hina
ágætustu menn út í þá ósvinnu að
pína kusurnar, kreista mjólkina úr
þeim með hinu voðalega kjarn-
fóðri. Þeir smeyku geta því verið
alveg rólegir — ekki síst þegar
þess er gætt að ófá bú státa af mun
hærri meðalnyt en þetta, jafnvel
svo að sum hver eru að nálgast
6000 lítrana án þess að þjáningar-
merki sjáist á nokkurri skepnu —
þvert á móti — á betra heilsufar
verður vart kosið.
Hættum að hafa afurðagetuna
bara upp á punt — það er sóun á
heimafengnum gæðum — lúxus,
sem bændur verða að greiða fyrir
með margfalt lægri tekjum en hin-
ir hafa, sem leyfa sér ekki þann
munað.
ekki vitað. Vorið 1934 fékk Hans
Kjær svar við þeirri spurningu
þegar fyrstu yrðlingarnir undan
Mons fæddust, þeir höfðu eigin-
leika föðurins. Næsta verkefni hjá
Hans Kjær var að kynna platínu-
skinnin og hann gerði það á eftir-
minnilegan hátt, því hann gaf
krónprinsessu Mörthu og ísprins-
essunni Sonju Henie sitt skinnið
hvorri.
Urn haustið 1937 átti Mons 100
afkomendur sem voru nákvæm
eftirmynd hans og eftirspurn orðin
mikil eftir undaneldisdýrum og
verðið mjög hátt.
Það er óhætt að fullyrða að
platínuævintýrið hefði ekki átt sér
stað ef þessir bændur á Dýraeyju
hefðu ekki haft trú á framtíðina og
verið áhugasamir um að reyna
eitthvað nýtt. U.þ.l.
FREYR— 113