Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 12
NÝTING SÓLARORKU Á GRÓÐURLENDI ÍSLANDS O 12*10 13x10* °kcal orka úr landbúnaðarafurðum er ársþörf fyrir 142 þús. manns. Á. 5. mynd er sýnt orkuflæði frá gróðri til búfjár. Aðeins hluti af gróðri landsins (65%) kemur mantii og húsdýrum hans að notum. Aðrar lífverur nota hluta uppskerunnar en annað eyðist og fer í mómyndun og er sýnt hér sem úrgangur. Af fœðu og fóðri er lítill hluti grœnmeti og rótarávextir (sýnt sem grein til vinstri á myndinni). Fer grœnmetið mest til manneldis en einhver hluti lendir sem fóður. Heildarfóðurmagn er ýmist innlent (meginstofninn á myndinni) eða aðfengið (ör til hœgri). Síðan er sýnt hvernig aðeins lítill hluti af orku fóðursins nýtist afbúfé til vefjamyndunar. Að lokum er gert ráðfyrir, að 70 hundraðshlutar búfjárafurða séu notaðir til manneldis, þ. e. bœði sem kjöt og mjólkurmatur. Fœst þá út, að árleg orka af landbúnaðarvöru til manneldis er 13x10“’ kcal. Sé nú reiknað með því, að maðurinn þurfi 2 500 hitaeiningar á degi hverjum eða 912 500 kcal á ári, er hér um að rœða orku, sem svarar til viðurværis fyrir 142 000 manns. 108 kcal og árlega séu alls um lxlO10 kcal í garðávöxtum. Nú má enn fylgja því eftir hvað verður um hitaeiningar sem eru í fóðri búfjárins. Sést þá, að aðeins lítill hluti orkunnar, um 5%, fer í raunverulegan vöxt eða nýmynd- un vefja. Mikill hluti (35%) ork- unnar úr fóðrinu fer í bruna, sem kemur fram við vinnu og ýmis efnahvörf líkamans. Um 60% ork- unnar nýtir búféð ekki, og fer sú orka með úrgangi, þvagi og taði. (3. mynd). Sýna má fram á, hve mikil orka er bundin í öllum vefjum búfjárins og hvernig sú orka nýtist fyrir síðneytendur, þ. e. manninn. Þannig má reikna út þá heildar- orku sem fæst til manneldis við það að íslenskur gróður og búfé umbreytir sólarorku í fæðu. HEIMILDIR Markús Á. Einarsson Global radiation in Iceland, Veðurstofan, Reykjavík 28 bls. 1969. Stout, B.A Energy for world agricult- ure, FAO, Rome 286 bls. 1979. Sturla Friöriksson Líf og land, Varði, Reykjavík 263 bls. 1973. Líf í landi, Maður og umhverfi Líf og land, Reykjavík bls. 195—203. 1979. Sólarorka í íslenskum landbúnaöi. Orku- notkun og orkusparnaður í landbún- aði, Reykjavík bls. 65—70. 1983. Molar Norömenn selja Portúgölum kvígu- kálfa. Nýlega var flogið með tvö hundr- uð norska kvígkálfa til Portúgals. Er það liður í samkomulagi sem þjóðirnar tvær hafa gert með sér. Norsku kvígurnar verða þegar tímar líða notaðar til kynbóta á kúabúum portúgalskra fjalla- bænda en þeir hyggjast fara að framleiða mjólk til sölu. Þegar hefur nokkuð af gripum af norskum austanfjallsstofni ver- ið flutt til Portúgals til héraðs eins við spönsku lndamærin og í árslok var enn sendur hópur af kvígum þangað. I mörgum þorpum í héraði þessu hafa verið reist nýtísku mjólkurhús með kælitönkum og mjaltakerfum. Bændur á þessum slóðum stækka nú kúabú sín, en fram að þessu hefur búfjárrækt þar verið smá í sniðum. (Norinform) 92 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.