Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 26

Freyr - 01.02.1984, Blaðsíða 26
Sœnsk œr á beil. (Ljósm. Fjóla Helga- dóllir). anum er til mikill fjöldi landbún- aðartækja. Þegar allir voru ferðbúnir var haldið til Röros sem er gamall bær, uppbyggður vegna námu- rekstrar þar í grenndinni. Þarna snæddum við hádegisverð á litlu veitingahúsi, sem hreinlega lokaði í tvær klst. til að rýma fyrir hópn- um. Næst var ekið í átt til Börsa og voru allir í ferðaskapi enda veður hið ákjósanlegasta. Síðla dags komum við í náttstað sem var hjá sóknarprestinum í Bprsa, Skírni Garðarssyni, íslend- ingi í húð og hár, og er hann hálfbróðir ferðasöguritara. Reis fljótlega tjaldborg í garði prestsetursins en nokkrir komu sér fyrir inni í húsinu sem er fjögurra hæða timburhús frá árun- um 1760 eða 223 ára gamalt. Skírnir bauð svo öllum til stofu og sagði þar frá staðnum í stuttu máli en að því búnu var hópnum borinn kvöldverður og var það heimilislegasta máltíð ferðarinnar. Að málsverði loknum gengu allir til kirkju þar sem séra Skírnir las pistil dagsins og flutti hugvekju og allir sungu saman tvo sálma. Var þetta mjög hátíðleg stund sem líður viðstöddum seint úr minni. Þegar vaknað var að morgni mánudags voru þeim hjónum, Skírni og Torill, þakkaðar höfð- inglegar móttökur úti á hlaði og afhent bókin Bændaskólinn á Hvanneyri 90 ára og Hvanneyrar- fáninn, og prestfrúin fékk háls- men, gyllt hvannalauf, en það er einmitt merki skólans. Síðan var skólasöngurinn sunginn fullum hálsi og gestgjafarnir að lokum kvaddir með handabandi og hlý- jum kveðjum. Ekið var sem leið lá í gegnum Þrándheim og um hádegið kom í bflinn til okkar Olav Aspli, fulltrúi bændasamtakanna í Norður- Þrændalögum, en þennan dag og þann næsta vorum við í boði þeirra. Fyrst var stansað á sveita- bænum Háa gárd, en þar búa tvenn hjón Lars og Jenny Lie og Unni og Arne Lie. Þau hafa engar skepnur heldur rækta korn, kart- öflur og gulrætur í stórum stfl ásamt smáræði af ýmsu öðru grænmeti. Húsbændur sýndu okkur í úti- hús þar sem fullkomnar vélar stóðu í hverju horni en húsfreyjur skenktu gestum svaladrykki úti á hlaði. Þarna sáum við líka 1. verð- launa veiðitík sem gaut 9 hvolpum í fyrravetur og voru 8 þeirra seldir á rúmar 11 þúsund ísl. krónur hver. Að þessari heimsókn lokinni var haldið til Stiklastaðar, þar sem á hverju ári er sett á svið leikrit um atburði sem þar gerðust árið 1030. Þá ætlaði Ólafur konungur helgi að kristna norsku þjóðina en fékk mótbyr sem endaði með bar- daga. Féll Ólafur sjálfur en hans menn fóru með sigur af hólmi. Sveitabærinn Nestvold var næsti viðkomustaður en þar ræður hús- um Odd Nestvold bóndi, og dýra- læknir í hlutastarfi. Þarna var líka íslenskur dýralæknanemi, Alfreð Schiöth að nafni, sem dvaldist þarna í verklegu námi. A búinu eru eingöngu svín, en einnig eru ræktaðar kartöflur og korn sem fóður handa þeim og þarf því lítið aðkeypt fóður. Ferðinni var svo haldið áfram til Snása og komum við þangað að kveldi dags. Ekið var heim að sveitabænum Gran, allir drifnir inn í bæ og fram borinn veislu- matur. Gestgjafar hópsins voru hjónin Inger og Fridtjof Mólmvik og Hildur og Ingvar Strand sem öll hafa komið í bændaferð til íslands. Sungið var bæði á ís- lensku og norsku fram undir miðnætti og líktust þessi veislu- höld einna helst þorrablóti hér heima. Hópnum var síðan dreift til gist- ingar á sveitabæi í nágrenninu og fóru 2—4 á hvern. Mæltist þessi tilhögun yfirleitt vel fyrir því að þarna gafst mönnum tækifæri til að spreyta sig á norskunni upp á eigin spýtur. Daginn eftir var haldið áfram að aka um héraðið og fyrst skoð- aður sveitabærinn By gárd en þar búa hjónin Marit og Asbjörn Hel- land stórbúi á norskan mæli- kvarða. Bústofninn er eingöngu nautgripir og rúmar fjósið 140 gripi, þar af eru básar fyrir 50 mjólkurkýr. Útihúsabyggingar eru gamlar en nýlega endurbættar þannig að innréttingar og vinnuaðstaða er eftir nýjustu kröfum. Mjaltir fara fram í nýjum mjaltabás sem er með 6 kútum og tekur um eina klst. að mjólka allar kýrnar. Með- alnyt er 7.200 1 á ári. Kýrnar eru Hjónin á By gárd, Marit og Asbjörn Melland, ásamt syni sínum. (Ljósm. S.V.J.). 106 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.