Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 15

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 15
Viðáramót Veðurfar var fremur óhagstætt til búskapar hér á landi á árinu 1989. Veturinn frá áramót- um var snjóþungur og gjaffelldur og heyfyrn- ingar með minnsta móti um vorið. Einkum átti þetta við þar sem margt var um hross. Kal var í útsveitum en þó minna en óttast var. Sumarið var úrkomusamt og afar sólarlítið um sunnan- og vestanvert landið en þurrara og sólríkara annars staðar. Víða gekk erfiðlega að þurrka hey en mikil aukning á votheysverkun í rúllu- böggum bætti þar um. Þar er um heyverkunar- aðferð að ræða þar sem bjarga má miklum verðmætum á skömmum tíma. Vegna mikils og sérhæfðs vélakosts við þá verkunaraðferð og árlegra útgjalda í kaupum á plasti utan um rúllurnar ætti þó að vera ódýrari heyverkun fyrir bændur til lengdar að þeir komi sér upp gryfjum eða turnum til votheysgerðar. Stirt tíðarfar dró ekki að ráði úr búvöru- framleiðslu. Kartöfluuppskera varð þó undir meðallagi og sólarleysi háði grænmetisrækt úti og inni. Þá varð kornuppskera í slöku meðal- lagi. Framleiðsla búfjárafurða takmarkaðist hins vegar einkum af markaðsstöðu en ekki af framleiðslugetu. Innlagt kindakjöt varð um 9.900 tonn sem er 6% samdráttur frá árinu áður. Innanlandssala varð um 8400 tonn og hafði aukist um nær 3% milli ára. Kindakjöt er með ríflega helming kjötmarkaðarins innan- lands þó að það hlutfall hafi farið lækkandi á undanförnum árum. Hér verður að öðru leyti ekki fjallað um hverja búgrein fyrir sig. Almennt ástand í þjóðarbúskapnum að undanförnu, sem teljast verður erfiðleikatímabil, endurspeglar stöðu þeirra flestra. Ofan á það bætist að ósamstaða ríkir innan ýmissa búgreina þannig að hver treður skóinn niður af öðrum með undirboð- um. Slíkt skilur menn stundum eftir slyppa og snauða og grefur undan heilbrigðu efnahagslífi þjóðarinnar. Um þessi áramót er það mest nýlunda í málefnum íslensks landbúnaðar að verkalýðs- hreyfingin, vinnuveitendur, bændasamtökin og fleiri hafi snúið bökum saman, ásamt ríkis- valdinu, um að lækka verð á matvælum hér á landi. Þetta er liður í sameiginlegu átaki þess- ara aðila að ná niður verðbólgu í landinu sem er frumforsenda heilbrigðs efnahagslífs og sterkasta vopnið til að styrkja íslenskar út- flutningsgreinar á erlendum mörkuðum. Ýmis matvæli framleidd innanlands eru helstu lífsnauðsynjar fólks og samtök bænda hafa tekið tveim höndum þeirri framréttu hönd aðila vinnumarkaðarins að ná niður verði þeirra. Það er í góðu samræmi við það baráttumál bænda að draga úr skattlagningu matvæla beint og óbeint en hún er óvenjumikil hér á landi. Verið er að setja í gang ítarlega könnun á verðmyndun matvæla á vegum bændasamtak- anna og landbúnaðarráðuneytisins. Þar þurfa bændur ekkert að óttast um sinn hag. Ut úr slíkri könnun getur ekki komið annað en að enginn þurfi að öfunda bændur af því sem þeir bera úr býtum fyrir störf sín, miðað við vinnuá- lag. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun styður um 70% fólks innlenda framleiðslu búvara og er andvígt innflutningi þeirra. Þessi mikli stuðningur er gleðileg skilaboð til íslenskra bænda og þau má styrkja enn betur með því að ná niður verði búvara. Slíkt er reyndar mjög brýnt þar sem samanburður á verði búvara hér á landi og erlendis er í ýmsum vörutegundum okkur óhagstæður. Því geta valdið bæði nátt- úruleg skilyrði til framleiðslu og þættir sem lúta ákvörðunum manna, svo sem skattlagn- ing. Teikn eru á lofti um að þrýstingur á innflutn- ing matvæla muni fara vaxandi á næstunni. Þar er einkum það haft í huga að á þessu ári lýkur svokallaðri Uruguay-umferð innan GATT- tollabandalagsins. Þær samningaviðræður snúast einkum um það hve mikið einstök lönd slaka á hömlum gagnvart innflutningi búvara. Samningar á vegum GATT hafa m.a. leitt til þess að Bandaríki N-Ameríku hafa nýlega 1. JANÚAR 1990 Freyr 7

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.