Freyr - 01.01.1990, Side 22
Myndfrá heyönnum í Rauðuvík í sumar er leið. Jón Sigurðsson bóndi við bíl
sinn. Snotra stendur hjá.
manna. Á meginlandi Evrópu er til
félag sem heitir Félag eigenda ís-
lenskra hesta í Evrópu, og það eru
tengsl milli þess og Landssam-
bands hestamanna. Þessi samtök
eru farin að auka mikið kynni ung-
linga á milli landa. Ég fór með 12
unglinga til Þýskalands í fyrra.
Þetta var í sumarbúðastíl, og farið
á hestbak á hverjum degi. Og
þarna kynntust unglingar frá ein-
um sex þjóðum. Ég vissi að þessir
krakkar voru farnir að skrifast á
eftir að þau voru komin hvert til
síns heima.
í sumar fór ég svo með fjórar
stúlkur til Danmerkur einnig á veg-
um FEIF. Við vorum í 30 manna
hópi sem fór ríðandi frá landamær-
um Danmerkur og Þýskalands
norður til Árósa, en þar var haldið
Evrópumót íslenskra hesta. Þetta
var sjö daga ferð á íslenskum hest-
um. Þarna var fólk frá fimm þjóð-
um og íslensku stúlkurnar kynnt-
ust mörgum unglingum.
Þetta var mjög skemmtilegt og
allt í tengslum við íslenska hestinn.
Það fólk erlendis sem við höfðum
samband við er eingöngu fólk sem
á íslenska hesta.
í fyrra fór líka hópur til Svíþjóð-
ar. Það voru 14 unglingar og þá fór
önnur kona með þau því ég komst
ekki á báða staðina. Þetta er því að
verða talsvert viðamikið starf. Við
erum búin að halda þrjú æskulýðs-
mót hér heima, bæði í fyrra og
núna, sem eru eingöngu fyrir ung-
linga og 5-6 hestamannafélög
standa að. Þarna kynnast ungling-
ar mikið.
Eru unglingarnirbæði úrþéttbýli
og sveitum?
Já, já. Það er einmitt það sem við
erum að reyna, að koma þeim ung-
lingum sem eru lengst út úr inn í
félagsskapinn með okkur.
Þegar við höldum mót yfir eina
helgi, leggja krakkarnir það á sig
að koma. Éoreldrarnir aka jafnvel
hestunum á staðinn. Þessi mót
ganga eingöngu út á leiki og
kennsluatriði í hestamennsku. Það
er ekki verið að keppa um ein-
hverja bikara eða verið að stressa
sig upp á keppni. Það er hægt að
fara í alls konar leiki á hestum og
við höfum þetta skemmtileg mót.
Við byggjum þetta upp á því að
börnin og unglingarnir kynnist og
þarna geta allir verið með, hvort
sem þau eiga góða reiðhesta eða
ekki. Þau þurfa ekki að hætta við
að koma af því að þau eigi ekki
einhvern gæðing. Krakkarnir eru
farnir að átta sig á því hvað verið er
að gera fyrir þau og eru farin að
nýta sér það vel.
Mæðgurnar í forstofunni á
Rauðuvík eru að sýsla við ungviðið
þegar Kolbrún fylgir fréttamanni
út í norðlensku haustkyrruna.
J.J.D.
Rauðavík á Árskógsströnd.
14 Freyr
1, JANÚAR 1990