Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 24

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 24
Einar Hólm Þorsteinsson áJarðbrú og Eldingnr. 883265005frá Dœli íSkíðadal Hesturinn erekki mótorhjól Rætt við Þorstein Stefánsson á Jarðbrú, leiðbeinanda á reiðnámskeiði. Brœðurnir Einar Hólm og Þorsteinn Hólm Stefánssynir á Jarðbrú í Svarfaðardal héldu reiðnámskeið á vegum Hestamannafélagsins Hrings sl. sumar. Þátttakendur voru börn, unglingar og fullorðnir úr Svarfaðardal og af Dalvík. Aðsókn var mikil. Jörðin Jarðbrú er um 6 km frá Dalvík. Þar eiga heima tvær fjölskyldur. Fjöl- skyldufeður eru Stefán Þorsteins- son og sonur hans Þorsteinn. Þeir keyptu jörðina fyrir tveimur árum og fluttust á hana en sækja ásamt konum sínum vinnu til Dalvíkur. Jarðbrúarfólkið er áhugasamt hestafólk. -Við skiptum námskeiðunum í tvö tímabil, sagði Þorsteinn. A öðru voru börn og unglingar, alls 66. En meðan á því stóð bárust okkur svo margar fyrirspurnir og umsóknir að nauðsynlegt reyndist að halda annað námskeið, en á því voru bæði börn og fullorðnir. Nemend- ur á námskeiðunum báðum urðu rúmlega 100. Hvort námskeið stóð 10 daga og áhugi þátttakenda var ótrúlega mikill. Okkur fannst mjög gaman að vinna við þetta þó það væri mikið Þorsteinn Hólm Stefánsson puð og maður væri oft búinn að fá nóg á kvöldin. En það var gaman að vera með krökkunum, og oft komu ýmsir gullmolar út úr þeim. í yngri hópnum voru börn á aldrin- um 6-15 ára. Ekki var síður skemmtilegt að vera með eldri hópnum. Kennt var eftir hádegi frá kl. 1-7, fyrri hópnum, en með seinni hópinn byrjuðum við kl. 4 e.h. og vorum til kl. 9. Þátttakendunum var skipt niður í 8 minni flokka. Hvað var kennt á námskeiðunum? Við sáum fljótlega að ekki yrði hlaupið að því að kenna krökkun- um því þau voru ekki alltaf með hugann við það sem við vorum að reyna að segja. Við lögðum því áherslu á að gera þeim grein fyrir því að hesturinn væri ekki mótorhjól eða vél heldur lifandi skepna sem þau væru með í hönd- unum og að þau yrðu að fara vel með hann. I öðru lagi reyndum við að halda svo á málum að börnin hefðu gaman af því að fara á hest- 16 Freyr 1, JANÚAR 1990

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.