Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 25

Freyr - 01.01.1990, Qupperneq 25
Meðal fjölmargra kvenna sem sóttu reiðnámskeið voru Auður Jónsdóttir og mœðgurnar Sigrún Júlíusdóttir og Karen Gunnarsdóttir frá Dalvík. bak. Við reyndum því að vera ekki mikið inni í reiðgerðinu með þau. Stundum voru þau utan við sig og voru þá í kúrekaleik. Eg held að það sé mikilvægt að börn og unglingar hafi yndi af því að kynnast hestinum og umgangast hann. Þá koma þau frekar aftur á námskeið og eru fúsari að tileinka sér tilsögn. Við lögðum mesta áherslu á taumhald og ásetu. Enn fremur að þekkja heiti á einstökum líkams- hlutum hestsins og á hnakk og beisli. Þeim fullorðnu kenndum við frekar að þekkja gangtegundir og ýmis önnur atriði. En eins og ég sagði áðan lögðum við mikla áherslu á að menn gerðu sér grein fyrir að hesturinn væri lifandi vera með tilfinningar og að honum ætti að líða vel hjá þeim. Það væri ekki nóg bara að fara í reiðtúr, sleppa svo hestinum og hugsa ekkert frekar um hann fyrr en hann væri tekinn aftur til brúkunar. Er hægt að hafa fasta atvinnu af svona reiðnámskeiðum að einhverju leyti? Eg held einhvern hluta úr árinu, en ekki sem fulla vinnu. Við fáum lánuð hross hjá bændum hér í sveit- inni og neðan af Dalvík til að nota á námskeiðunum. Eg veit nokkur dæmi þess að námskeið séu haldin annars staðar að sumrinu og þá eru þau skipu- lögð í tengslum við sumarbúðir. Þá verður að vera meiri aðstaða fyrir hendi. En einhversstaðar verður að byrja og spurning er hvort okk- ar fyrirkomulag gæti ekki verið góð byrjun. Verða haldin hér námskeið í hestamennsku næsta sumar? Já við stefnum að því. Að lokum viljum við koma á framfæri þakk- læti til þeirra sem lánuðu okkur hross og aðstoðuðu okkur að öðru leyti, sagði Þorsteinn Stefánsson. J.J.D. Þrettán þáttakendur reiðskólans ásamt þjálfurum. 1, JANÚAR 1990 Freyr 17

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.