Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1990, Síða 28

Freyr - 01.01.1990, Síða 28
Framtíðarsýn II Heimsmarkaðurinn er stór I dæmi tvö segir frá kaupsýslumanni sem hefur hellt sér út í stórbúskap. í höfðudráttum byggir sú framtíðarmynd algerlega á því að frjálst markaðs- kerfi hefur náð yfirhöndinni. Búvörur í Svíþjóð tengjast stórum matvörusamsteypum í öðrum heimsálfum. Þeir bændur sem stunda landbúnað að aðalat- vinnu verða mun færri og einnig verður þróunin sú að margir gerast „hliðarbændur", þ.e. þeir tengjast stórbúunum og selja þeim vöru sína, en þau eru aftur tengd stærri mörkuðum. Sú þróun sem er á mörkuðunum gerir þá kröfu til bóndans að hann þarf meira og meira að sérhæfa framleiðslu sína og bæta hana til þess að þóknast neytandanum, og samkeppnin er hörð þar sem heimsmarkaðurinn er. Afleiðingin af markaðsstefnunni er sú að bænda- samtökin vinna meira saman á alþjóðlega vísu, frekar en að vinna hver í sínu landi. Þannig verður verkefnið yfirgripsmeira en samt auðvelt með öll- um þeim tölvum og kapalkerfum sem í gangi eru, svo og gervihnöttum. Þetta er undir kjörorðinu: „Miðlun er rnáttur". Samkvæmt útreikningum OECD hefur upplýsingastreymi til einstaklinga aukist tífalt frá sjöunda áratugnum. Allt þetta krefst mikillar þekkingar þeirra sem starfa í atvinnulífinu og telst um þriðjungur þjóðar- innar vera í einu eða öðru námi, með eða án vinnu. Mikill fjöldi fólks stundar nám í öðrum löndum, meira en nokkru sinni, og getur það talist afleiðing af hinum miklu alþjóðlegu samskiptum. Svíþjóð er ekki lengur norðlægt og einangrað land. Innflytjendum fjölgar og búseta er ekki háð neinum höftum. Þetta fólk eignast flest börn og nú fyrst er fólk af hinum ýmsu þjóðernum farið að vinna við sænskan landbúnað. Vegna markaðsbúskaparins leggjast niður allir styrkir til landbúnaðarins og er atvinnuástandið í Norður-Svíþjóð því ekki gott. Ákveðið er að leggja þarniðuralla akuryrkju, þarsem veðurfarþarer kalt og ekki hagkvæmt til ræktunar. Byggðin er svo dreifð að fyrirtæki sem eiga skógana eru meira og meira farin að nota þyrlur til að fara á milli staða en hafa aðsefur í borgum eins og Umeá í mörg hundruð kílómefra fjarlægð. Kaupsýslumaðurinn sem um ræðir hefur náð undir sig 1200 hekturum ræktanlegs lands og rækfar þar einungis hafra. Aðalviðskiptavinur hans er kexverksmiðja í Sviss sem framleiðir sérstaka tegund af kexi fyrir þrjú stór flugfélög sem tengast einnig hótelkeðjum. Annar viðskiptavinur hans er í London og hann framleiðir sérstaklega trefjaríkt fóður fyrir hesta í loftþéttum umbúðum. Eftirspurn- in er svo mikil að tíu „hliðarbændur" selja kaup- sýslumanninum afurðir sínar til að hann geti annað eftirspurn. Þrátt fyrir sérhæfinguna getur hinn stórtæki bóndi ekki stillt sig um að auka við sig og byrjar að rækta kartöflur á 10 hekturum lands og selur til Englands undir nafninu „Eiturlaus jarðepli". Salan gengur vel sem sýnir að jafnvel Englendingar eru að opna augun fyrir Norðurlöndum sem hinum „hreinu löndum" og vilja kaupa vörur þaðan. Þar með hefur tekist að markaðsfæra norrænt um- hverfi. Bœndur og neytendur þurfa að stefna að því að milliliðakostnaðurinn sé í hófi. svokölluðum ,.framtíðarsýnum“ (Scenario) sem voru mjög ólíkar hver annarri. Á fundinum voru tæplega 130 þátttakendur og höfðu þeir allir fengið sent lesefnið heim áður, þannig að þeir væru búnir að kynna sér það, til þess að geta verið virkari í umræðum. Að lok- inni kynningu á efninu í stórum dráttum var þátttakendum skipt í umræðuhópa sem fjölluðu um eitt ákveðið efni hver, svo sem oiku- Víða í hinum vestrœna heimi er of- framleiðsla á mjólk. 20 FREYR 1, JANÚAR 1990

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.